Sport

Lakers skellti Minnesota

Fimm leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Los Angeles Lakers skellti Minnesota Timberwolves á útivelli 105-96. Þetta var sjötta tap Minnesota í síðustu sjö leikjum. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers. Utah Jazz vann óvæntan sigur gegn San Antonio Spurs 97-96. Mehmet Okur skoraði 23 stig fyrir Utah. Þetta var fyrsti sigur liðsins í tíu leikjum. Tim Duncan skoraði 24 stig og tók 13 fráköst fyrir Spurs. Boston burstaði Orlando 119-101, Portland vann góðan sigur á Philadelphia 76ers 109-100 og loks bar Chicago Bulls sigurorð af Golden State 94-85.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×