Sport

Heimtufrekja í Brasilíu

Mario Sergio, yfirmaður knattspyrnumála hjá einu stærsta félagsliði Brasilíu, Gremio, kvartar sáran yfir því hversu dýrir á fóðrum þarlendir knattspyrnumenn eru orðnir og segir næsta ómögulegt að verða sér úti um nýja leikmenn án þess að greiða fádæma fúlgur fyrir. Kom þetta fram í viðtalsþætti í Brasilíu og kom mörgum á óvart enda Gremio eitt fárra félaga sem eiga digra sjóði og hefur félagið sjálft grætt vel á leikmönnum sem halda þaðan til Evrópu. Segir Sergio að ekki einungis séu verð fyrir leikmenn gríðarleg heldur eru launakröfur jafnvel meðalmanna í brasilíska boltanum komnar út í öfgar. Nefnir hann sem dæmi að nýlega hafi leikmaður úr annari deild sem Gremio hafði áhuga á sett fram kröfur um tvær milljónir króna í vikulaun og hafi viðræður lokið snögglega eftir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×