Sport

Framtíð Elber hjá Lyon í uppnámi

Framtíð brasilíska framherjans Giovane Elber hjá franska liðinu Lyon er í uppnámi vegna ökklaaðgerðar sem kappinn fór í án þess að ráðfæra sig við lækna félagsins. "Sem einum af okkar best launuðu mönnum ber Elber vissa ábyrgð sem hann hefur ekki sinnt nógu vel," sagði Jean-Michel Aulas, forseti Lyon. "Ég er ekki að segja að leiðir okkar muni skilja en hann notaði fjölmiðla til að láta miður falleg orð falla um lækna okkar." Líklegt þykir að Lyon muni setja Elber í keppnisbann en fótboltaspekingar fullyrða að þetta muni vekja áhuga enskra liða á leikmanninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×