Sport

Singh leiðir á Hawaii

Það verður ekki auðvelt fyrir Tiger Woods að fylgja Vijay Singh eftir þrátt fyrir gott gengi hans að undanförnu en Singh leiðir nú Mercedes mótið á Hawaii á nítján undir pari en næstir honum, höggi á eftir, kemur Jonathan Kaye frá Bandaríkjunum og aðeins aftar þeir Ernie Els og Stewart Cink. Ástralinn Stuart Appleby og Tiger Woods koma þar rétt á eftir en Appleby sigraði þetta mót einmitt á síðasta ári. Það segir meira en mörg orð um Fiji búann að hann hefur enn ekki misst eitt högg í keppninni en haldið forystunni frá fyrsta hring og sýnir þess engin merki að hana ætli hann sér að láta af hendi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×