Sport

Tilboði í Bjarna hafnað

Coventry City hefur neitað Plymouth Argyle um að fá landsliðsmanninn Bjarna Guðjónsson að láni. Bjarni, sem er 25 ára, hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Coventry í vetur, en Bjarni stóð sig mjög vel sem lánsmaður hjá þeim í fyrra vetur og skrifaði svo undir samning við liðið í sumar, en Bjarni var áður hjá þýska liðinu Bochum. En þó að Coventry hafi neitað tilboði Plymouth segir Peter Reid, stjóri Coventry, að liðið gæti lánað Bjarna. "Plymouth spurðist fyrir um Guðjónsson, en við neituðum þeim á þessum tímapunkti," sagði Reid. "Þegar maður er með leikmann sem er ekki að spila af fullri getu eða er ekki með sjálfstraustið í lagi verður maður að líta á hvaða möguleika maður hefur í stöðunni. Ég hef áður lánað leikmenn og er óhræddur við að gera það aftur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×