Sport

Sigurður Ragnar semur við ÍA

Sigurður Ragnar Eyjólfsson skrifaði í dag undir eins árs samning við Knattspyrnufélag ÍA og tekur samningurinn gildi um áramót. Sigurður Ragnar er ekki alveg ókunnugur á Skaganum en hann spilaði með þeim tvö sumur, árið 1998 er hann lék 13 leiki og skoraði 6 mörk, og svo árið 1999 er hann spilaði fjóra leiki og skoraði eitt mark. Sigurður Ragnar, sem undanfarin tvö sumur hefur spilað með KR, lék 11 leiki í deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Hann hefur áður leikið með Víkingum, Þrótti, Walsall á Englandi og Harelbeke í Belgíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×