Sport

Groningen vill fresta kaupum

Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mun ekki ganga til liðs við hollenska liðið Groningen á næstu dögum eins og fyrirhugað var. Forráðamenn Groningen hafa áhyggjur af formi Ólafs Inga en hann hefur verið meiddur undanfarnar átta vikur. Groningen þarf leikmann sem getur byrjað að spila strax í janúar og eftir að einn af útsendurum liðsins á Ólaf Inga spila með varaliði Arsenal í fyrradag runnu tvær grímur á þá. Samkvæmt Ólafi Garðarssyni, umboðsmanni Ólafs Inga, er félagið þó ekki búið að loka á kaupin en vildi fá meiri frest til að hugsa sín mál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×