Sport

Ekkert jólateiti hjá Newcastle

Graeme Souness, framkvæmdastjóri Newcastle, hefur ákveðið að halda ekkert jólateiti í ár fyrir leikmenn sína. Newcastle hefur aðeins unnið einn leik af síðustu sjö og sagði Souness að undir þessum kringumstæðum væri jólateiti ekki viðeigandi. "Þeir höfðu skipulagt ferð til Edinburgh en ég hef núna bannað hana," sagði hann. "Ég get ekki bannað þeim að fá sér í glas saman í rólegheitunum, en það verður ekkert skipulagt teiti." Souness var fengin til liðsins í september í kjölfar þess að Sir Bobby Robson var rekinn, og átti hann að koma á aga og reglu hjá félaginu. Hann hefur þegar komið á sunnudagsæfingum, sektar menn fyrir að mæta of seint og meira að segja bannaði leikmönnum sínum að fara í útsýnistúr þegar liðið spilaði í UEFA keppninni í Grikklandi á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×