Sport

OLeary framlengir

Stjóri Aston Villa, Írinn David OLeary, hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs framlengingu á samning sínum við félagið, en samningaviðræður hafa staðið yfir í þó nokkurn tíma. Aðstoðarmenn OLeary, þeir Roy Aitken og Steve McGregor skrifuðu einnig undir samning og er talið að málið hafi tafist vegna þess að OLeary vildi að aðstoðarmenn hans fengju einnig nýjan samnig. Nú hefur það gerst og eru þremenningarnir samningsbundnir Villa til ársins 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×