Sport

Riðlakeppni UEFA Cup lokið

Riðlakeppninni í Evrópumóti félagsliða í knattspyrnu lauk í kvöld þegar riðlar A - D voru kláraðir og nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitin á morgun föstudag. Newcastle gerði það sem þurfti og tryggði sér toppsæti D-riðils með 1-1 jafntefli gegn Sporting frá Portúgal á St James Park. Craig Bellamy skoraði mark Newcastle á 5. mínútu. Ítalska stórveldið Parma rétt náði að tryggja sig áfram í keppninni með 3-2 sigri á Besiktas og þar með 3. sætið í B-riðli, síðasta sætið sem gefur rétt til áframhaldandi þátttöku. Mörk Parma skoruðu þeir Gilardino, Cardone og Degano. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi: Riðill A Hearts 0 - 1 Ferencváros Riðill A Basel 1 - 0 Feyenoord Feyenoord 7 Schalke 7 Basel 7 Ferencváros 4 Hearts 3 Riðill B Standard 1 - 7 Athletic Riðill B Parma 3 - 2 Besiktas   Athletic 9 Steaua 6 Parma 6 Besiktas 4 Standard 4 Riðill C Club Brugge 1 - 1 Zaragoza Riðill C Utrecht 1 - 2 Austria Dnipro 9 Zaragoza 7 Austria 7 Club Brugge 5 Utrecht 0 Riðill D Newcastle 1 - 1 Sporting Riðill D Sochaux 1 - 0 Panionios Newcastle 10 Sochaux 9 Sporting 7 Panionios 3 Dinamo Tbilisi 0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×