Sport

City tilbúnir að selja Anelka

Nicolas Anelka er enn og aftur orðaður við sölu frá Manchester City, en John Wardle, stjórnarformaður City, sagði á hluthafafundi félagsins í gær að félagið myndi hlusta á tilboð ef þau bærust. Wardle er greinilega orðinn þreyttur á endalausu tali Anelka við franska fjölmiðla þar sem hann talar um hversu mikið hann langi að spila með liði í Meistaradeildinni, en Liverpool og Barcelona hafa verið nefnd til sögunnar. "Ef tilboð kæmi í Nicolas þá myndum við í stjórninni skoða það og tala svo við Kevin Keegan," sagið Wardle. "Ég býst ekki við því að Kevin vilji selja hann, en ef tilboðið er gott munum við útskýra fyrir honum af hverju við þurfum að taka því. Við skuldum ennþá hluta af upphæðinni sem við greiddum fyrir Anelka á sínum tíma, þannig að tilboðið yrði að sjálfsögðu að vera vel hærra en sú upphæð svo að við tökum því."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×