Sport

Eric Cantona til Manchester

Unnendur Manchester United geta glaðst yfir þeim fregnum að Eric Cantona ætlar að leggja leið sína á Old Trafford um helgina. Kappinn mun þó ekki rífa upp skónna að nýju heldur verður hann gestur í þætti á MUTV sjónvarpsstöðinni en þátturinn hefst á eftir leik United við Crystal Palace á laugardaginn. Cantona mun ræða um frammistöðu sinna fyrrum félaga í þættinum auk þess sem að hægt verður að senda goðinu tölvupóst með spurningum sem hann mun svara í beinni útsendingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×