Fleiri fréttir

U16 vann Tékka í framlengingu

Sextán ára landslið drengja sigraði Tékkland, 75-73, í framlengdum leik í B-deild Evrópumótsins í körfubolta á Englandi í gær. Brynjar Björnsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 38 stig. Íslendingar eru efstir í riðlinum og eiga tvo leiki eftir í keppninni. Markmið liðsins er að komast í lokakeppni Evrópumótsins.

Þjóðverjar og Danir í úrslit

Þjóðverjar og Danir leika til úrslita á Evrópumóti ungmennalandsliða í handbolta í Lettlandi. Danir sigruðu Slóvena í undanúrslitum, 38-31, og Þjóðverjar lögðu Ungverja, 22-19. Íslendingar leika gegn Pólverjum um 13. sætið á mótinu.

Rússar unnu Slóvena

Tveimur leikjum er lokið í A-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í Aþenu en það er riðill okkar Íslendinga. Rússar unnu Slóvena 28-25 og Spánverjar báru sigurorð af Suður-Kóreumönnum, 31-30, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Íslendingar spila við heimsmeistara Króata eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan 16:30.

Íslendingar mæta Króötum

Eftir nokkrar mínútur hefst fyrsti leikur íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu.

Ísland 4 mörkum undir

Það lítur ekki gæfulega út hjá íslenska liðinu í handknattleik eftir fyrri hálfleikinn gegn Krötum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Staðan í hálfleik er 16-12, Króötum í vil. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Jaliesky Garcia eru markahæstir, hafa allir skorað þrjú mörk.

Rauða Ljónið snýr aftur

Þau gleðitíðindi bárust í gærdag að Bjarni Felixson, sá sem á hvað mestan þátt í því að kynna Íslendingum ensku knattspyrnuna, mun snúa aftur á þann vettvang.

Schumacher á ráspól

Þýski ökuþórinn, Michael Schumacher, er enn og aftur á ráspól í formúlunni.

Rúnar í úrslit á bogahesti

Rúnar Alexanderson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitum í keppni á bogahesti á Ólympíuleikunum í Aþenu.

Jakob Jóhann setti Íslandsmet

Jakob Jóhann Sveinsson fór á kostum í Aþenu í gær er hann sigraði í sínum riðli í 100 metra bringusundinu og setti um leið nýtt Íslandsmet en hann átti sjálfur það gamla.

Kolbrún Ýr hóf keppni

Skagastúlkan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var fyrsti Íslendingurinn sem tók þátt á Ólympíuleikunum í Aþenu er hún stakk sér til sunds í 100 metra flugsundi.

Íris Edda á sínum öðrum ÓL

"Mér líður mjög vel hérna í lauginni enda finnst mér hún frábær. Hún er hröð og góð og hentar mér vel. Það gengur líka mjög vel hjá mér þannig að það er yfir litlu að kvarta nema kannski hitanum.

Þrenna Olgu í 7-0 sigri ÍBV

ÍBV vann sjötta heimaleik sinn í röð í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. Að þessu sinni unnu þær lið Þór/KA/KS 7-0 en ÍBV-liðið hefur skorað 7,7 mörk að meðaltali í leik á Hásteinsvellinum í sumar, minnst 6 mörk og mest 11 mörk. Olga Færseth skoraði þrennu í leiknum og hefur skorað í öllum 15 leikjum sínum á Hásteinsvellinum.

Baráttuglatt íslenskt lið tapaði

Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum.

Þrenna Gylfa sló Rosenborg út

Gylfi Einarsson heldur áfram að blómstra með Lilleström í norsku knattspyrnunni og í kvöld skoraði hann þrennu þegar liðið vann 3-2 sigur á Rosenborg og sló norsku meistaranna út úr átta liða úrslitum norska bikarsins. Gylfi átti einnig skalla í slá í leiknum.

Owen líklega til Real

Flest bendir til þess að Michael Owen, framherji Liverpool, muni á næstu dögum ganga til liðs við hið stjörnum prýdda lið Real Madríd frá Spáni. Talið er að Real muni greiða Liverpool 8 milljónir sterlingspunda fyrir kappann, auk þess sem hægri kantmaðurinn Carlos Nunez myndi fylgja með í kaupunum.

Sigur á Makedóníumönnum

Íslenska 16 ára landsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Makedóníu, 88-93, eftir framlengdan leik í B-deild Evrópukeppninnar í gær.

Owen fer segir Benitez

Michael Owen mun ganga til liðs við Real Madríd sagði Rafael Benitez, þjálfari Liverpool, nú fyrir stundu. Hann segir að „vandamálið“ varðandi Owen hafi þegar verið til staðar þegar hann tók við liðinu fyrir nokkrum vikum, þ.e. að framherjinn knái hafi aðeins átt 14 mánuði eftir af samningi sínum.

Ólympíuleikarnir settir í dag

Tuttugustu og áttundu Ólympíuleikarnir verða setttir í Aþenu síðdegis en fyrstu nútímaleikarnir fóru fram í Grikklandi árið 1896. Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, verður fánaberi íslenska Ólympíuliðsins þegar gengið verður inn á Ólympíuleikvanginn í kvöld.

Tveir Grikkir skrópuðu í lyfjapróf

Nú er hafinn rannsókn í Grikklandi á því hvers vegna hlaupararnir Kostas Kenteris og Katerína Tanou mættu ekki í lyfjapróf í Aþenu í gær. Rannsókninni var reyndar frestað í tvo daga því hlaupararnir lentu í mótorhjólaslysi í gærkvöldi, nokkrum klukkustundum eftir að þau mættu ekki í boðað lyfjapróf. Alþjóða Ólympíunefndin hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um málið.

Veigar skoraði í sigri Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var á skotskónum og skoraði eitt mark þegar norska liðið Stabæk vann finnska liðið Haka með þremur mörkum gegn einu í gær.

U20 ára vann Letta

20 ára landslið karla í handknattleik vann Letta 45-27 á Evrópumóti pilta í Lettlandi í morgun. Árni Þór Sigtryggson var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk. Íslenska liðið keppir um 13. sætið á mótinu á morgun.

Darren Clarke með forystu

Darren Clarke frá Norður-Írlandi hafði forystu að loknum fyrsta keppnisdegi á PGA-meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Clarke lék hringinn á 65 höggum eða á sjö undir pari. Hann eru einu höggi á undan Ernie Else og Justin Leonard.

Viera verður hjá Arsenal

Patrick Viera, fyrirliði Arsenal, verður áfram hjá enska félaginu og fer ekki til Real Madríd en spænska félagið vildi ekki greiða Arsenal uppsett verð fyrir leikmaninn. Endanlega slitnaði upp úr viðræðum félaganna í gærkvöldi.

Eto til Barcelona

Barcelona gekk í gær frá kaupum á Samuel Eto, knattspyrnumanni ársins í Afríku. Frá þessu var gengið eftir að Real Madríd ákvað að gefa eftir forkaupsréttinn á leikmanninum. Eto hefur síðustu ár leikið með Real Mallorca á Spáni.

Ísland tapaði í kvennakörfunni

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut fyrir Svíum, 99-66, á Opna Norðurlandamótinu í körfubolta í gær. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 18 stig og Helena Sverrisdóttir kom næst með 15.

Óvænt úrslit á Ólympíuleikunum

Það urðu óvænt úrslit í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í gær þegar japanska kvennalandsliðið sigraði Svía með einu marki gegn engu. Það urðu ekki síður óvænt úrslit í karlakeppninni þegar Ghana og Ítalía gerðu jafntefli 2 - 2. Þá unnu Írakar Portúgala, 4-2.

Víkingur - Keflavík í kvöld

Það er einn leikur á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur og Keflavík eigast við klukkan 19:15 í Víkinni. Keflvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig en Víkingar í sjöunda sæti með 15 stig.

Iverson með fjölda stöðumælasekta

Körfuknattleiksmaðurinn Allen Iverson, sem leikur með Philadelphiu 76ers í NBA-deildinni, skuldar meira en 1.700 dollara í stöðumælasektir að því er kemur fram í fjölmiðlum í Philadelphiu.

Heiðar og Tryggvi til skoðunar

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Örgryte, og Heiðar Helguson, leikmaður Watford, eru undir smásjánni hjá norska liðinu Fredriksstad. Knud Thorbjörn Eggen, þjálfari liðsins, staðfesti við íþróttadeildina fyrr í dag að tveir Íslendingar væru til skoðunar hjá þeim og að annar þeirra væri Heiðar.

Saha í uppskurð

Það sér ekki fyrir endann á meiðslavandræðunum hjá bikarmeisturum Manchester United.

Stefán og Gunnar dæma í dag

Handknattleiksdómararparið gríðargóða, Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, mun dæma sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvaða leikur það verður.

Zidane íhugaði að hætta fyrr

Zinedine Zidane segir frá því að hann hafi alvarlega íhugað að hætta með franska landsliðinu eftir HM 2002 en þá komst liðið ekki áfram úr riðlakeppninni.

Valur til FH

Handknattleikslið FH hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur.

Fram semur við Andra og Gunnar

Knattspyrnudeild Fram hefur gert nýja samninga við tvo af lykilleikmönnum sínum, þá Andra Fannar Ottósson, framherja, og Gunnar Sigurðsson, markmann.

Ásmundur Arnarsson fótbrotinn

1. deildarlið Völsungs í knattspyrnu, hefur orðið fyrir miklu áfalli en Ásmundur Arnarson, leikmaður og þjálfari þess, varð fyrir því óláni að fótbrotna í 2-1 sigri liðsins gegn Fjölni um síðustu helgi.

Ólympíuleikarnir í Aþenu hafnir

Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna.

Töpuðu fyrir Dönum í spennuleik

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Dönum, 68-76, í jöfnum og spennandi leik á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Íslenska liðið var með 7 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en missti það niður og þar með misstu stelpurnar líklega af bronsinu á mótinu.

Þrenna frá Þórarni gegn Víkingum

Víkingar misstu niður forustu á heimavelli annan heimaleikinn í röð og eru allt annað en lausir við fallbaráttuna í Landsbankadeild karla. Keflvíkingar skildu sig hins vegar frá neðri hlutanum með 2–3 karaktersigri á Víkingi í gær. Víkingar komust í 2–0 en þrenna frá Þórarni Kristjánssyni tryggði Keflavík þrjú stig og 3. sæti í deildini.

Ólympíudraumurinn strax úti

Ólympíudraumar helsta íþróttaþjálfara Lettlands enduðu áður en hann komst til Aþenu því honum var hent í land úr flugvél fyrir drykkjulæti. Eftir að honum var vísað frá borði hvarf þjálfarinn í sólarhring en skaut svo upp kollinum, án þess að gefa nokkra skýringu á fjarveru sinni.

Marel og Kári úti

Marel Baldvinsson, Lokeren, og Kári Árnason, Víkingi, verða ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Ítölum á Laugardalsvellinum næstkomandi miðvikudag. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson fækkuðu um tvo leikmenn í morgun en til stóð að fækka um fjóra.

Úrslitin í Evrópuleikjunum í gær

Fernando Morientes skoraði bæði mörk Real Madríd gegn pólska liðinu Wisla Krakow í 2-0 sigri á útivelli. Shellbourne, KR-banarnir frá Írlandi, náðu markalaustu jafntefli gegn stórliði Deportivo la Coruna. Basel og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í Sviss.

Jóhannes kom inn á í sigurleik

Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu sextán mínúturnar með Leicester í sigurleik liðsins gegn Derby 2-1 í ensku fyrstu deildinni í gærkvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóhannesar Karls með liðinu en hann fékk leikheimild frá Real Betis rétt fyrir leikinn. Nottingham Forest og Ipswich skildu jöfn 1-1 og Wolves og Preston gerðu 2-2 jafntefli.

U20 ára í 15. sæti

Íslenska U20 ára landslið karla í handknattleik hafnaði í fimmtánda sæti á Evrópumótinu í Lettlandi sem lauk í gær. Strákarnir unnu Pólverja í gær 32-26. Árangur liðsins á mótinu var mjög slakur. Þeir töpuðu þremur leikjum, gerðu eitt jafntefli og unnu einn en piltarnir höfðu titil að verja.

Sjá næstu 50 fréttir