Fleiri fréttir

Þórarinn maður 13. umferðar

Þórarinn Kristjánsson, leikmaður Keflvíkinga, hefur verið valinn af DV-Sport, maður 13. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.

Saga Ólympíuleikanna á sýningu

Sýning á fornleifum sem rekja sögu Ólympíuleikanna tvö þúsund og átta hundruð ár aftur í tímann var opnuð á þjóðminjasafninu í Aþenu í dag. Þar má sjá styttur, málverk, og keramikverk sem sýna íþróttamenn til forna í íþróttum eins og glímu, hnefaleikum, kringlukasti og kappakstri á stríðsvögnum sem hestar draga.

Stórtap gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði stórt gegn Svíum á Norðurlandamótinu í körfuknattleik sem fram fer í Finnlandi. Lokatölur leiksins urðu 99-66 en staðan í hálfleik var 51-26 sænsku stelpunum í vil.

Tveggja marka tap gegn Hammarby

Skagamenn biðu lægri hlut gegn sænska liðinu Hammarby, 0-2, í Evrópukeppni félagsliða í Svíþjóð í gærkvöldi.

Jafnt hjá FH og Dunfermline

FH-ingar gerðu jafntefli, 2-2 við skoska úrvalsdeildarliðið Dunfermline á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld.

Framtíð Owens í óvissu

Framtíð Michales Owens hjá Liverpool er í algerri óvissu. Hann kom ekkert inná í gærkvöldi þegar Liverpool vann auðveldan 2-0 útisigur á Graz AK í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Steven Gerrard skoraði bæði mörk Liverpool. Owen á 10 mánuði eftir af samningi sínum en Real Madrid er talið hafa áhuga á honum.

Tíu í leikbann í Landsbankadeild

Aganefnd knattspyrnusambands Íslands dæmdi í gær tíu leikmenn úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu í leikbann. Eyjamennirnir Matt Garner, Atli Jóhannsson og Jón Skaptason verða í banni í toppslagnum gegn FH á sunnudag.

700 stuðningsmenn Dunfermline

700 stuðningsmenn koma með skoska liðinu Dunfermline til að fylgjast með liðinu gegn FH í annarri umferð forkeppni í Evrópukeppna félagsliða á Laugardalsvellinum annað kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Dunfermline leikur í Evrópukeppni en liðið hafnaði í fjórða sæti í skosku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Draumaliðið nær sér á strik

Bandaríska draumaliðið í körfuknattleik er að ná sér á strik eftir misjafna leiki. Liðið vann í gær Tyrkland 80-68 í æfingaleik. Tim Duncan og Allen Iverson skoruðu 25 stig hvor. Meðalaldur liðsins er 23.6 ár.

Skagamenn mæta Hammarby

Skagamenn mæta sænska liðinu Hammarby ytra í Evrópukeppni félagsliða í kvöld klukkan 18.45 að íslenskum tíma.

FH tekur á móti Dunfermline

FH-ingar boðuðu til blaðamannafundar í gærdag í tilefni af leik liðsins við skoska félagið Dunfermline í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fer fram klukkan 20 í kvöld á Laugardalsvelli en þetta er þrettándi Evrópuleikur FH.

Ísland vann Svíþjóð

Íslenska kvennalandsliðið vann fjögurra stiga sigur á Noregi, 77–73, í opnunarleik Norðurlandamóts kvenna í körfubolta sem fram fer næstu daga í Arvika í Svíþjóð.

United í góðum málum

Manchester United er komið með annan fótinn í meistaradeild Evrópu eftir að hafa lagt rúmenska liðið Dynamo Búkarest að velli, 2-1, í fyrri leik liðanna 3. umferð forkeppni meistaradeildarinnar í Búkarest í gærkvöld.

Wenger gefur Viera 5 daga frest

Fyrirliði Arsenal, Patrick Viera, gengur frá samningi við Real Madríd á fimmtudag samkvæmt blöðum á Spáni. Arsene Wenger knattspyrnustjóri, hefur gefið Viera frest fram á sunnudag til að gera upp hug sinn.</font /><font face="Times New Roman"> </font> 

Valsmenn styrktu stöðu sína

Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með góðum 3-0 útisigri á Njarðvíkingum. Baldvin Hallgrímsson skoraði eitt mark og Hálfdán Gíslason tvö fyrir Val. Valur er með 25 stig en Þór er í öðru sæti með 20 þegar fimm umferðir eru eftir.

Owen til Real?

Michael Owen, sóknarmaður Liverpool og enska landsliðsins í knattspyrnu, er að íhuga vistaskipti til spænska stórliðsins Real Madríd samkvæmt fréttum á Englandi. Real er tilbúið að greiða 10 milljónir punda, eða 1,3 milljarða króna, og Liverpool fengi þá jafnframt Fernando Morientes eða Samuel Eto í staðinn.

Luis Enrique hættur

Luis Enrique, miðvallarleikmaður Barcelona og einn besti knattspyrnumaður Spánverja síðasta áratuginn, ákvað í gær að leggja skóna á hilluna, 34 ára gamall. Hann lék 62 landsleiki fyrir Spán.

Dregið í Evrópukeppninni

Valur mætir Grasshoppers frá Sviss í 2. umferð í Evópukeppni félagsliða í handknattleik karla. Hlíðarendapiltar eiga fyrri leikinn á heimavelli, 9. eða 10. október.

Fjórir leikir hjá konunum

Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA/KS fær efsta liðið Val í heimsókn á Akureyri, Stjarnan tekur á móti ÍBV, Fjölnir og Breiðablik eigast við og KR og FH. Leikirnir hefjast klukkan 19.

Brynjar byrjaði, Heiðar á bekknum

Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Watford og Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður þegar Watford skellti QPR 3-0 í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Molde og Viking skildu jöfn

Molde og Viking gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á í síðari hálfleik hjá Viking. </font /><font face="Times New Roman"> </font>

4-0 fyrir Gautaborg gegn Örgryte

Gautaborg kjöldró Örgryte 4-0 í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Tryggvi Guðmundsson og Jóhann B. Guðmundsson voru í byrjunarliði Örgryte. Rúmlega 36 þúsund áhorfendur sáu leik grannanna í Gautaborg.

Murphy til Charlton

Enska knattspyrnuliðið Charlton Athletic, sem íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson leikur einmitt með, gekk í dag frá kaupum á enska landsliðsmanninum Danny Murphy. Kaupverðið á Murphy, sem leikið hefur með liði Liverpool síðastliðin sjö ár, er 2,5 milljónir sterlingspunda eða rúmar 300 milljónir króna.

Hlera orð gesta og mynda þá

Þeir sem leggja leið sína á ólympíuleikana í Aþenu ættu að varast að segja eða gera eitthvað heimskulegt. Borgin er morandi í eftirlitsbúnaði þar sem fylgst er með gjörðum fólks af eftirlitsmyndavélum og samskiptin hleruð með rándýrum og háþróuðum tæknibúnaði.

Gunnar og Stefán á ÓL

Þeir kappar, Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson, langbesta dómarapar okkar Íslendinga í handknattleik og þótt víðar væri leitað, munu dæma á Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast á morgun.

Valur og Fram í Evrópukeppni

Karlalið Vals í handknattleik dróst í morgun gegn svissneska liðinu, Grasshopper frá Sviss, í 2.umferð í Evópukeppni félagsliða.

Jermaine Aliadiere meiddur

Franski knattspyrnumaðurinn, Jermaine Aliadiere, sem er á mála hjá hjá ensku meisturunum í Arsenal, verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn.

Francis Jeffers til Charlton

Francis Jeffers, leikmaður Arsenal, mun væntanlega spila sem lánsmaður hjá Charlton Athletic í vetur.

Birmingham semur við Anderton

Birmingham City hefur samið við fyrrum leikmann Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, miðvallarleikmanninn, Darren Anderton, til eins árs.

Strákarnir unnu stórsigur á Finnum

Íslensku strákarnir í 16 ára landsliðinu eru að standa sig vel í Evrópukeppni 16 ára liða en íslenska liðið tekur nú þátt í b-deildinni sem fram fer í Brighton á Englandi.

Skýr og einföld skilaboð frá Ólafi

Framarar hafa hafið sína árlegu björgun á úrvalsdeildarsætinu (Sjötta útkall) og tveir sigrar í röð á ÍA (4-0) og Grindavík (2-1) komu liðinu úr vonlitlri stöðu af botninum og upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í byrjun júní.

Allt óbreytt í kvennadeildinni

Efstu liðin unnu öll í 11. umferð Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu í gær og staðan breyttist ekkert í deildinni, hvorki á toppi né botni. Valskonur halda áfram fimm stiga forskoti og botnbaráttan er enn í einum hnút.

Gerrard var með tvö mörk

Enska liðið Liverpool er í góðum málum eftir fyrri leik sinn gegn austurríska liðinu Graz Ak en Liverpool vann leikinn 0–2 sem fram fór í Austurríki. Það var fyrirliðinn Steven Gerrard sem skoraði bæði mörkin.

Strákarnir eru komnir til Aþenu

Íslenska handboltalandsliðið er komið til Aþenu þar sem „strákarnir okkar“ hefja leik gegn heimsmeisturum Króata á laugardaginn. Það er mjög heitt í Aþenu og því munu þeir nota dagana fram að leik til að venjast loftslaginu.

Bjarki með slitin krossbönd?

Bjarki Sigurðsson, handknattleiksmaður í Val, er líklega með slitin krossbönd í hné. Bjarki meiddist á æfingu fyrir nokkrum dögum og fer í myndatöku í dag. Bjarki sleit krossbönd fyrir tveimur árum og var lengi frá.

Veigar með sitt fyrsta mark

Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark Stabæk sem beið lægri hlut fyrir Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsta mark Veigars Páls fyrir Stabæk. Rosenborg burstaði Lilleström 4-1 og er með eins stigs forskot í deildinni. Gylfi Einarsson var í byrjunarliði Lilleström.

Pires segir að Viera fari

Robert Pires, leikmaður Arsenal, segir að Patrick Viera sé búinn að ákveða að ganga til liðs við Real Madrid. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, skoraði í gær á Viera að rjúfa þögnina og segja hvað hann ætli sér að gera. Viera hefur ekkert viljað tjá sig um fyrirhuguð vistaskipti.

Stoke vann Úlfana

Stoke City vann góðan sigur á Úlfunum, 2-1, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Darel Russell og Clive Clarke skoruðu mörk Íslendingaliðsins.

Bjarki enn og aftur meiddur

Meiðslasaga Bjarka Sigurðssonar, handknattleikskappa úr Val, heldur áfram og það á greinilega ekki af honum að ganga.

Goosen ekki með, Tiger jafnar met

Retief Goosen, „opni“ bandaríski meistarinn í golfi, verður ekki með á PGA-meistaramótinu í golfi um næstu helgi vegna meiðsla. Þetta er síðasta risamót ársins. Tiger Woods jafnaði í dag met Gregs Normans. með því að hafa verið 331 eina viku í efsta sæti heimslistans.

Pampling vann í fyrsta sinn

Ástralinn Rod Pampling vann fyrsta sigur sinn í bandarísku mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Pampling sigraði á International-mótinu en leikið var eftir Stableford punktakerfinu. Englendingurinn David Lynn sigraði á opna hollenska mótinu í Evrópsku mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Lynn í 168 mótum.

Olíssportið byrjar aftur í kvöld

Olíssport hefur göngu sína á nýjan leik eftir sumarfrí á Sýn í kvöld. Þátturinn er á dagskrá á Sýn alla virka daga nema föstudaga klukkan 22.

Carr til Newcastle

Írski landsliðsbakvörðurinn Stephen Carr, sem leikið hefur með enska knattspyrnuliðinu Tottenham Hotspurs, er genginn í raðir Newcastle United. Carr, sem er 27 ára gamall, gekk í raðir Tottenham árið 1992 þegar hann var fimmtán ára gamall og hefur leikið með þeim alla tíð síðan.

Sjá næstu 50 fréttir