Sport

Þrenna Gylfa sló Rosenborg út

Gylfi Einarsson heldur áfram að blómstra með Lilleström í norsku knattspyrnunni og í kvöld skoraði hann þrennu þegar liðið vann 3-2 sigur á Rosenborg og sló norsku meistaranna út úr átta liða úrslitum norska bikarsins. Gylfi átti einnig skalla í slá í leiknum. Gylfi hefur þegar skorað níu mörk í norsku úrvalsdeildinni og er sem stendur 4. markahæsti leikmaðurinn í deildinni þrátt fyrir að leika á miðjunni. Gylfi er í landsliðshópnum sem mætir Ítölum á miðvikudaginn og næsti leikur hans er því með íslenska landsliðinu en undanúrslitin í norsku bikarkeppninni fara fram 22. og 23. september.. Lillestrøm - Rosenborg 3-2 (1-0) 8 liða úrslit norska bikarsins Åråsen stadion Áhorfendur: 9035 1-0 Gylfi Einarsson (39.) 1-1 Frode Johnsen (49.) 2-1 Gylfi Einarsson (70.) 3-1 Gylfi Einarsson (84.) 3-2 Christer George (86)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×