Sport

Fjögurra marka tap gegn Króötum

Leik Íslands og Króatíu á ÓL í Aþenu lauk með sigri Króata, 34-30. Staðan í hálfleik var 16-12. Leikur íslenska liðsins var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Króatar voru alltaf skrefinu á undan en íslenska liðið náði að minnka muninn í tvö mörk undir lokin en nær komst það ekki. Einhæfur sóknarleikur setti mark sitt á leik íslenska liðsins ásamt lélegri markvörslu en þeir Guðmundur Hrafnkelsson og Roland Eradze vörðu samanlagt aðeins sjö skot, jafnmörg og króatíska vörnin. Ólafur Stefánsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 8 mörk, tvö þeirra úr vítum, og gaf að auki heilar 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk og þeir Sigfús Sigurðsson og Jaliesky Garcia voru með 5 hvor. Næsti leikur Íslendinga er gegn Spánverjum á mánudaginn og hefst hann klukkan 11.30



Fleiri fréttir

Sjá meira


×