Sport

Ásmundur Arnarsson fótbrotinn

1. deildarlið Völsungs í knattspyrnu, hefur orðið fyrir miklu áfalli en Ásmundur Arnarson, leikmaður og þjálfari þess, varð fyrir því óláni að fótbrotna í 2-1 sigri liðsins gegn Fjölni um síðustu helgi. Ásmundur lenti í samstuði við markmann Fjölnis með þessum slæmu afleiðingum og ljóst er að hann hefur lokið keppni þetta sumarið. Völsungar, sem eru nýliðar í deildinni, eru í sjöunda sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti og máttu illa við þessum missi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×