Íris Edda á sínum öðrum ÓL 14. ágúst 2004 00:01 "Mér líður mjög vel hérna í lauginni enda finnst mér hún frábær. Hún er hröð og góð og hentar mér vel. Það gengur líka mjög vel hjá mér þannig að það er yfir litlu að kvarta nema kannski hitanum. Það er það eina sem þurfti að venjast en það er alveg komið," sagði hinn tvítugi Keflvíkingur Íris Edda Heimisdóttir sem æfir með Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Íris Edda er að keppa á sínum öðrum Ólympíuleikum og hún segir það skipta máli að hafa reynslu af slíku móti. Hún þurfti að hafa mikið fyrir því að komast á leikana og eftir að hún komst inn hvarf stressið hjá henni. "Það er ekkert stress hjá mér núna. Það er alveg horfið. Ég var stressuð yfir því að komast ekki á leikana enda var ég í harðri baráttu við aðra stelpu um að komast hingað. Það var bara þrem vikum fyrir leikana sem ég fékk að vita að ég hafi komist inn og þá hvarf stressið. Nú er bara að hafa gaman af þessu. Það þýðir ekkert annað." ÓL-lágmarkinu náði Íris Edda á HM í fyrra en þrátt fyrir það var hún ekki örugg inn á leikana fyrr en seint í sumar. "Þetta er búið að taka á taugarnar í sumar. Ég fór síðast á mót í júlí og það var algjört baráttumót. Þá var ég að keppa í Króatíu en hin stelpan helgina á eftir mér.Þannig að ég varð að bíða í heila viku eftir því að vita hvort ég kæmist inn og það var erfitt." Líkt og Jakob Jóhann keppir Íris Edda í 100 metra bringusundi og hún hefur sett stefnuna á að nálgast enn frekar Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í Aþenu. "Eins og hjá fleirum þá verður örugglega smá stress rétt áður en ég keppi. Það er fullt af fólki og þetta eru Ólympíuleikar. Það þýðir samt ekkert að velta sér of mikið upp úr því. Maður verður bara að vera jákvæður og hafa gaman af því sem maður er að gera. Ég er í topp líkamlegu og andlegu formi og undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég hef aðeins þurft að glíma við andlegu hliðina, en það hefur verið mín veika hlið, en það er allt að koma og vonandi smellur þetta hjá mér, " sagði Íris Edda sem á best 1:13,28 mínútur en hún stefnir á að komast undir 1:13 í Aþenu. Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Sjá meira
"Mér líður mjög vel hérna í lauginni enda finnst mér hún frábær. Hún er hröð og góð og hentar mér vel. Það gengur líka mjög vel hjá mér þannig að það er yfir litlu að kvarta nema kannski hitanum. Það er það eina sem þurfti að venjast en það er alveg komið," sagði hinn tvítugi Keflvíkingur Íris Edda Heimisdóttir sem æfir með Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Íris Edda er að keppa á sínum öðrum Ólympíuleikum og hún segir það skipta máli að hafa reynslu af slíku móti. Hún þurfti að hafa mikið fyrir því að komast á leikana og eftir að hún komst inn hvarf stressið hjá henni. "Það er ekkert stress hjá mér núna. Það er alveg horfið. Ég var stressuð yfir því að komast ekki á leikana enda var ég í harðri baráttu við aðra stelpu um að komast hingað. Það var bara þrem vikum fyrir leikana sem ég fékk að vita að ég hafi komist inn og þá hvarf stressið. Nú er bara að hafa gaman af þessu. Það þýðir ekkert annað." ÓL-lágmarkinu náði Íris Edda á HM í fyrra en þrátt fyrir það var hún ekki örugg inn á leikana fyrr en seint í sumar. "Þetta er búið að taka á taugarnar í sumar. Ég fór síðast á mót í júlí og það var algjört baráttumót. Þá var ég að keppa í Króatíu en hin stelpan helgina á eftir mér.Þannig að ég varð að bíða í heila viku eftir því að vita hvort ég kæmist inn og það var erfitt." Líkt og Jakob Jóhann keppir Íris Edda í 100 metra bringusundi og hún hefur sett stefnuna á að nálgast enn frekar Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í Aþenu. "Eins og hjá fleirum þá verður örugglega smá stress rétt áður en ég keppi. Það er fullt af fólki og þetta eru Ólympíuleikar. Það þýðir samt ekkert að velta sér of mikið upp úr því. Maður verður bara að vera jákvæður og hafa gaman af því sem maður er að gera. Ég er í topp líkamlegu og andlegu formi og undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég hef aðeins þurft að glíma við andlegu hliðina, en það hefur verið mín veika hlið, en það er allt að koma og vonandi smellur þetta hjá mér, " sagði Íris Edda sem á best 1:13,28 mínútur en hún stefnir á að komast undir 1:13 í Aþenu.
Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Sjá meira