Sport

Víkingur - Keflavík í kvöld

Það er einn leikur á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur og Keflavík eigast við klukkan 19:15 í Víkinni. Keflvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig en Víkingar í sjöunda sæti með 15 stig. Á sunnudag eru síðan fjórir leikir á dagskrá. Efstu liðin, ÍBV og FH, eigast við í Eyjum klukkan 17 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Klukkan 18 hefjast síðan þrír leikir: Fylkir - Fram, Grindavík - KA og ÍA - KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×