Sport

Ólympíudraumurinn strax úti

Ólympíudraumar helsta íþróttaþjálfara Lettlands enduðu áður en hann komst til Aþenu því honum var hent í land úr flugvél fyrir drykkjulæti. Eftir að honum var vísað frá borði hvarf þjálfarinn í sólarhring en skaut svo upp kollinum, án þess að gefa nokkra skýringu á fjarveru sinni. Lettneska ólympíunefndin rannsakaði málið og komst að hinu sanna. Þjálfarinn var þá samstundis sviptur aðgangskorti sínu að leikunum og verður sendur heim aftur. Myndin er frá Ólympíuþorpinu í Aþenu þar sem um 16.000 íþróttamenn og fylgdarlið munu dveljast á meðan leikunum stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×