Sport

Heiðar og Tryggvi til skoðunar

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Örgryte, og Heiðar Helguson, leikmaður Watford, eru undir smásjánni hjá norska liðinu Fredriksstad. Knud Thorbjörn Eggen, þjálfari liðsins, staðfesti við íþróttadeildina fyrr í dag að tveir Íslendingar væru til skoðunar hjá þeim og að annar þeirra væri Heiðar. Hann vildi ekki gefa upp nafn hins leikmannsins en að öllum líkindum er það Tryggvi Guðmundsson. Hvorki Heiðar né Tryggvi eru með lausan samning sem stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×