Sport

Zidane íhugaði að hætta fyrr

Zinedine Zidane segir frá því að hann hafi alvarlega íhugað að hætta með franska landsliðinu eftir HM 2002 en þá komst liðið ekki áfram úr riðlakeppninni. "Það brast eitthvað hjá liðinu eftir HM og við náðum ekki að laga það fyrir EM í sumar. Það var alveg á mörkunum að ég væri tilbúinn að spila þá en leit á þá keppni sem síðasta hálmstráið fyrir þetta lið. Ákvörðun mín að hætta að spila með landsliðinu var tekin að vandlega íhuguðu máli og í samráði við mína nánustu. Nú er kominn tími á endurnýjun franska landsliðsins og ég hef engar áhyggjur af framtíð þess."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×