Sport

Rauða Ljónið snýr aftur

Þau gleðitíðindi bárust í gærdag að Bjarni Felixson, sá sem á hvað mestan þátt í því að kynna Íslendingum ensku knattspyrnuna, mun snúa aftur á þann vettvang. Bjarni mun vinna við sérstakan markaþátt, í samstarfi við Skjá Einn, sem verður á dagskrá RÚV á mánudagskvöldum þar sem leikjum helgarinnar verða gerð skil. Þetta kom fram í þætti Snorra Más Skúlasonar um enska boltann á Skjá Einum. Þessi endurkoma Bjarna Fel. er ekkert annað en tær snilld enda hafa margir saknað kappans og minnast lýsinga hans frá enska boltanum í gamla daga með hlýjum hug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×