Fleiri fréttir Man. Utd. og Boca Juniors unnu Vodafone-mótið í knattspyrnu hófst í gær með tveimur leikjum á Old Trafford í Manchester. Manchester United sigraði PSV Eindhoven frá Hollandi, 1-0, með marki varnarmannsins Mikaels Silvestres í fyrri hálfleik. Boca Juniors frá Argentínu burstaði Urawa Red Diamonds frá Japan, 5-2. 4.8.2004 00:01 Arsenal reiðubúið að selja Viera Englandsmeistarar Arsenal eru tilbúnir að selja fyrirliða sinn, franska landsliðsmanninn Patrick Viera, til spænska knattspyrnurisans Real Madrid. Þetta kemur fram á netútgáfu BBC í morgun. Að sögn BBC vill Arsenal fá þrjá milljarða króna fyrir Viera eða 23 milljónir punda og bíður félagið eftir því að Madrid-ingar hækki tilboð sitt í leikmanninn. 4.8.2004 00:01 Draumaliðið tapaði fyrir Ítölum Ítalska landsliðið í körfuknattleik gerði sér lítið fyrir í gær og burstaði hið svokallaða draumalið Bandaríkjamanna, 95-78, í æfingaleik sem fram fór í Köln í Þýskalandi. Það verður því ekki eins auðvelt og margir halda fyrir draumaliðið að vinna gull á Ólympíuleikunum sem hefjast í Aþenu 13.ágúst. 4.8.2004 00:01 Á sama stað og Burkina Faso Íslenska landsliðið í fótbolta hrapar hratt niður styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins þessa mánuðina. 4.8.2004 00:01 Mutu vill fund með Mourinho Rúmenski framherjinn Adrian Mutu hefur óskað eftir viðræðum við Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, um framtíð sína hjá félaginu. 4.8.2004 00:01 Levante býður Alan Shearer samning Levante, nýliðar í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segjast hafa boðið Alan Shearer, fyrirliða Newcastle, tveggja ára samning. 4.8.2004 00:01 Liverpool lenti í Keflavík Knattspyrnustórveldið Liverpool millilenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 11 í morgun og yfirgáfu þeir Ísland um hádegisbilið. Einkaflugvél þeirra var að koma frá Bandaríkjunum en þar voru þeir að ljúka keppnisferð sinni í Champions World æfingamótinu. Koma liðsins vakti mikla forvitni á meðal þeirra sem staddir voru í flugstöðinni. 4.8.2004 00:01 Bayern tapar pening Þýska stórliðið Bayern München gerir ráð fyrir því að að tapa tíu milljónum evra (um 900 milljónum íslenskra króna) á næsta tímabili. 4.8.2004 00:01 Forlan ekki til Levante Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur neitað fregnum þess efnis að úrúgvæski framherjinn Diego Forlan sé á leiðinni til spænska liðsins Levante í lán. 4.8.2004 00:01 HK komið í undanúrslit HK tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að leggja Valsmenn að velli, 1-0, á Kópavogsvelli en þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í bikarkeppninni. 4.8.2004 00:01 KR-ingar teknir í kennslustund FH-ingar sýndu frábæra knattspyrnu á köflum er þeir heimsóttu KR-inga í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í gær og fóru á endanum með öruggan 1-3 sigur af hólmi. Leikurinn í gær sýndi að það er enginn skortur á sjálfstrausti í Hafnarfjarðarliðinu og ljóst er að með sömu spilamennsku munu fá lið hafa burði í að hindra FH-inga í að sigra tvöfalt í ár. 4.8.2004 00:01 Skjár Einn sýnir 220 leiki Skjár einn boðaði til blaðamannafundar í gærdag og kynnti hvernig staðið yrði að málum varðandi enska boltann sem stöðin tryggði sér nýverið sýningarréttinn á. 3.8.2004 00:01 AC Mílan lagði Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea, beið lægri hlut fyrir ítalíumeisturum AC Mílan á æfingamótinu í Bandaríkjunum. 3.8.2004 00:01 Nedved hættur með landsliðinu Pavel Nedved, hinn tékkneski, hefur tilkynnt að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. 3.8.2004 00:01 Kekelia til Gróttu/KR Rússneski hornamaðurinn sterki, David Kekelia, hefur yfirgefið handknattleikslið Stjörnunnar og mun leika með Gróttu/KR á næstu leiktíð. 3.8.2004 00:01 Ingólfur til liðs við Fram Handknattleiksmaðurinn Ingólfur Ragnar Axelsson hefur gengið til liðs við Fram frá bikarmeisturum KA. 3.8.2004 00:01 Portsmouth vill Yorke Stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, Milan Madaric, hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að Dwight Yorke væri ofarlega á óskalista liðsins. 3.8.2004 00:01 Bakari líklega til Spurs Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur kemur líklega til með að gera samning við leikmanninn Dagui Bakari en hann lék æfingaleik með félaginu gegn Nottingham Forest á dögunum. 3.8.2004 00:01 Luke Chadwick til West Ham Luke Chadwick er genginn til liðs við 1. deildarlið West Ham United. 3.8.2004 00:01 Rio búinn að missa það? Það má fastlega gera ráð fyrir því að leikmaður sem er að afplána átta mánaða langt leikbann hafi tíma til að heimsækja hárgreiðslustofu. Það er einmitt það sem Rio Ferdinand hefur greinilega gert. 3.8.2004 00:01 FH sleppir ekki takinu Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign KR og FH í Frostaskjóli. Liðin hafa mæst oft síðustu ár og er óhætt að segja að FH sé komið með hreðjatak á KR en það er orðið ansi langt síðan Vesturbæjarrisinn lagði Fimleikafélagið. 3.8.2004 00:01 Sir Bobby ekki búinn Hinn 71 árs gamli Sir Bobby Robson, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ætlar ekki að fjargviðrast vegna yfirlýsingar stjórnarformanns félagsins, Freddy Shephard, þess efnis að samningur Robsons verði ekki endurnýjaður eftir næsta keppnistímabil. 3.8.2004 00:01 Baggio kemur kannski aftur Svo gæti farið að Ítalinn Roberto Baggio mæti til leiks þegar ítalski boltinn fer að rúlla að nýju. 3.8.2004 00:01 Palios segir af sér Mark Palios framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins sagði af sér í gærkvöldi. Afsögn hans tengist kynlífshneykslismáli sem kom upp eftir að í ljós kom að bæði Palios og Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, höfðu átt vingott við Fariu Alam einkaritara sem vann hjá knattspyrnusambandinu. 2.8.2004 00:01 Landslið Íslands tapa Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Þjóðverjum með 32 mörkum gegn 25 í vináttulandsleik í Rostock í Þýskalandi í gær. Staðan í leikhléi var 18-13 fyrir heimamönnum. Ólafur Stefánsson var markahæstur í dag og skoraði sex mörk. Jaliesky Garcia kom næstur með fjögur mörk. Liðin skildu jöfn á laugardag. </font /><font face="Times New Roman"></font> 2.8.2004 00:01 Bolton tapaði fyrir Inter Milan Bolton tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Inter Milan í æfingaleik í gær. Adriano skoraði sigurmark Inter í síðari hálfleik. Everton tapaði fyrir Club America frá Mexíkó 3-1. Þetta var síðasti leikur Everton í æfingaferð í Norður-Ameríku. Peter Clarke skoraði mark Everton í leiknum. 2.8.2004 00:01 Marion Jones óvelkomin Bandaríska frjálsíþróttakonan, Marion Jones, mun ekki taka þátt í gullmóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fer í Zurich í Sviss næstkomandi föstudag. 2.8.2004 00:01 Tveir bandarískir til ÍR ÍR-ingar hafa fengið til sín tvo bandaríska leikmenn fyrir komandi tímabil í Intersportdeildinni í körfuknattleik. 2.8.2004 00:01 Cook í Borgarnes Bandaríski leikstjórnandinn Clifton Cook, sem hefur leikið við góðan orðstír hjá Tindastólsmönnum á Sauðárkróki undanfarin tvö tímabil, er genginn til liðs við nýliða Skallagríms frá Borgarnesi í Intersportdeildinni í körfuknattleik. 2.8.2004 00:01 Allt í biðstöðu hjá Ólafi Inga Ólafur Ingi Skúlason, sem er á mála hjá ensku meisturunum Arsenal, er enn hjá félaginu þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann væri genginn í raðir belgíska félagsins Beveren. 2.8.2004 00:01 Bylting hjá Barcelona Joan Laporta tók við sem forseti hjá Barcelona síðasta sumar. Eitt af kosningaloforðum hans var að fá David Beckham, fyrirliða enska landsliðsins, til félagsins en á endanum þurfti Laporta að lúta í lægra haldi fyrir erkifjendunum í Real Madrid sem hirtu Beckham fyrir framan nefið á katalónsku risanum. 2.8.2004 00:01 Tveir leikir við Þjóðverja Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum um helgina en leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. 2.8.2004 00:01 Skíðalandsliðið valið Skíðasamband Ísland valdi á dögunum landsliðið í alpagreinum og skíðagöngu fyrir næsta vetur og er óhætt að segja að fátt hafi komið á óvart í því vali. 2.8.2004 00:01 Sigur á Promotion Cup Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta bar sigur úr býtum á Promotion Cup á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af Lúxemburg, 81-66, í úrslitaleik í Andorra. Þetta er í annað sinn sem íslenska liðið fer með sigur af hólmi í þessu móti en það vann einnig mótið árið 1996. 2.8.2004 00:01 Federer langbestur Svissneski tenniskappinn Roger Federer ber höfuð og herðar yfir aðra tenniskappa í heiminum í dag og sýndi það í Toronto á sunnudaginn þegar hann bar sigur býtum á Toronto Masters-mótinu. 2.8.2004 00:01 Sigur hjá Singh Vijay Singh, kylfingurinn snjalli frá Fidjieyjum, fór með sigur af hólmi á Buick Invitational-mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi sem lauk í Michigan á sunnudaginn. 2.8.2004 00:01 Newcastle framlengir ekki Newcastle ætlar ekki að framlengja samninginn við knattspyrnustjóra sinn, hinn 71 árs gamla Bobby Robson, þegar hann rennur út næsta vor. 2.8.2004 00:01 Skagamenn og Hammarby víxla Skagamenn og sænska liðið Hammarby hafa víxlað leikjum sínum í annarri umferð forkeppni UEFA-bikarins. 2.8.2004 00:01 Magnús Lárusson sigraði Hið árlega Shoot-out góðgerðamót Nesklúbbsins fór fram í áttunda sinn í gær á Nesvellinum á Seltjarnarnesi. 2.8.2004 00:01 Dregið í riðla í HM í handbolta Búið er að draga í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Túnis í janúar á næsta ári. Íslendingar eru í B-riðil ásamt Slóvenum, Rússum, Tékkum, Kúveitum og Alsíringum. 1.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Man. Utd. og Boca Juniors unnu Vodafone-mótið í knattspyrnu hófst í gær með tveimur leikjum á Old Trafford í Manchester. Manchester United sigraði PSV Eindhoven frá Hollandi, 1-0, með marki varnarmannsins Mikaels Silvestres í fyrri hálfleik. Boca Juniors frá Argentínu burstaði Urawa Red Diamonds frá Japan, 5-2. 4.8.2004 00:01
Arsenal reiðubúið að selja Viera Englandsmeistarar Arsenal eru tilbúnir að selja fyrirliða sinn, franska landsliðsmanninn Patrick Viera, til spænska knattspyrnurisans Real Madrid. Þetta kemur fram á netútgáfu BBC í morgun. Að sögn BBC vill Arsenal fá þrjá milljarða króna fyrir Viera eða 23 milljónir punda og bíður félagið eftir því að Madrid-ingar hækki tilboð sitt í leikmanninn. 4.8.2004 00:01
Draumaliðið tapaði fyrir Ítölum Ítalska landsliðið í körfuknattleik gerði sér lítið fyrir í gær og burstaði hið svokallaða draumalið Bandaríkjamanna, 95-78, í æfingaleik sem fram fór í Köln í Þýskalandi. Það verður því ekki eins auðvelt og margir halda fyrir draumaliðið að vinna gull á Ólympíuleikunum sem hefjast í Aþenu 13.ágúst. 4.8.2004 00:01
Á sama stað og Burkina Faso Íslenska landsliðið í fótbolta hrapar hratt niður styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins þessa mánuðina. 4.8.2004 00:01
Mutu vill fund með Mourinho Rúmenski framherjinn Adrian Mutu hefur óskað eftir viðræðum við Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, um framtíð sína hjá félaginu. 4.8.2004 00:01
Levante býður Alan Shearer samning Levante, nýliðar í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segjast hafa boðið Alan Shearer, fyrirliða Newcastle, tveggja ára samning. 4.8.2004 00:01
Liverpool lenti í Keflavík Knattspyrnustórveldið Liverpool millilenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 11 í morgun og yfirgáfu þeir Ísland um hádegisbilið. Einkaflugvél þeirra var að koma frá Bandaríkjunum en þar voru þeir að ljúka keppnisferð sinni í Champions World æfingamótinu. Koma liðsins vakti mikla forvitni á meðal þeirra sem staddir voru í flugstöðinni. 4.8.2004 00:01
Bayern tapar pening Þýska stórliðið Bayern München gerir ráð fyrir því að að tapa tíu milljónum evra (um 900 milljónum íslenskra króna) á næsta tímabili. 4.8.2004 00:01
Forlan ekki til Levante Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur neitað fregnum þess efnis að úrúgvæski framherjinn Diego Forlan sé á leiðinni til spænska liðsins Levante í lán. 4.8.2004 00:01
HK komið í undanúrslit HK tryggði sig í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að leggja Valsmenn að velli, 1-0, á Kópavogsvelli en þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í bikarkeppninni. 4.8.2004 00:01
KR-ingar teknir í kennslustund FH-ingar sýndu frábæra knattspyrnu á köflum er þeir heimsóttu KR-inga í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í gær og fóru á endanum með öruggan 1-3 sigur af hólmi. Leikurinn í gær sýndi að það er enginn skortur á sjálfstrausti í Hafnarfjarðarliðinu og ljóst er að með sömu spilamennsku munu fá lið hafa burði í að hindra FH-inga í að sigra tvöfalt í ár. 4.8.2004 00:01
Skjár Einn sýnir 220 leiki Skjár einn boðaði til blaðamannafundar í gærdag og kynnti hvernig staðið yrði að málum varðandi enska boltann sem stöðin tryggði sér nýverið sýningarréttinn á. 3.8.2004 00:01
AC Mílan lagði Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea, beið lægri hlut fyrir ítalíumeisturum AC Mílan á æfingamótinu í Bandaríkjunum. 3.8.2004 00:01
Nedved hættur með landsliðinu Pavel Nedved, hinn tékkneski, hefur tilkynnt að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. 3.8.2004 00:01
Kekelia til Gróttu/KR Rússneski hornamaðurinn sterki, David Kekelia, hefur yfirgefið handknattleikslið Stjörnunnar og mun leika með Gróttu/KR á næstu leiktíð. 3.8.2004 00:01
Ingólfur til liðs við Fram Handknattleiksmaðurinn Ingólfur Ragnar Axelsson hefur gengið til liðs við Fram frá bikarmeisturum KA. 3.8.2004 00:01
Portsmouth vill Yorke Stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, Milan Madaric, hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að Dwight Yorke væri ofarlega á óskalista liðsins. 3.8.2004 00:01
Bakari líklega til Spurs Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur kemur líklega til með að gera samning við leikmanninn Dagui Bakari en hann lék æfingaleik með félaginu gegn Nottingham Forest á dögunum. 3.8.2004 00:01
Luke Chadwick til West Ham Luke Chadwick er genginn til liðs við 1. deildarlið West Ham United. 3.8.2004 00:01
Rio búinn að missa það? Það má fastlega gera ráð fyrir því að leikmaður sem er að afplána átta mánaða langt leikbann hafi tíma til að heimsækja hárgreiðslustofu. Það er einmitt það sem Rio Ferdinand hefur greinilega gert. 3.8.2004 00:01
FH sleppir ekki takinu Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign KR og FH í Frostaskjóli. Liðin hafa mæst oft síðustu ár og er óhætt að segja að FH sé komið með hreðjatak á KR en það er orðið ansi langt síðan Vesturbæjarrisinn lagði Fimleikafélagið. 3.8.2004 00:01
Sir Bobby ekki búinn Hinn 71 árs gamli Sir Bobby Robson, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ætlar ekki að fjargviðrast vegna yfirlýsingar stjórnarformanns félagsins, Freddy Shephard, þess efnis að samningur Robsons verði ekki endurnýjaður eftir næsta keppnistímabil. 3.8.2004 00:01
Baggio kemur kannski aftur Svo gæti farið að Ítalinn Roberto Baggio mæti til leiks þegar ítalski boltinn fer að rúlla að nýju. 3.8.2004 00:01
Palios segir af sér Mark Palios framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins sagði af sér í gærkvöldi. Afsögn hans tengist kynlífshneykslismáli sem kom upp eftir að í ljós kom að bæði Palios og Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, höfðu átt vingott við Fariu Alam einkaritara sem vann hjá knattspyrnusambandinu. 2.8.2004 00:01
Landslið Íslands tapa Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Þjóðverjum með 32 mörkum gegn 25 í vináttulandsleik í Rostock í Þýskalandi í gær. Staðan í leikhléi var 18-13 fyrir heimamönnum. Ólafur Stefánsson var markahæstur í dag og skoraði sex mörk. Jaliesky Garcia kom næstur með fjögur mörk. Liðin skildu jöfn á laugardag. </font /><font face="Times New Roman"></font> 2.8.2004 00:01
Bolton tapaði fyrir Inter Milan Bolton tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Inter Milan í æfingaleik í gær. Adriano skoraði sigurmark Inter í síðari hálfleik. Everton tapaði fyrir Club America frá Mexíkó 3-1. Þetta var síðasti leikur Everton í æfingaferð í Norður-Ameríku. Peter Clarke skoraði mark Everton í leiknum. 2.8.2004 00:01
Marion Jones óvelkomin Bandaríska frjálsíþróttakonan, Marion Jones, mun ekki taka þátt í gullmóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fer í Zurich í Sviss næstkomandi föstudag. 2.8.2004 00:01
Tveir bandarískir til ÍR ÍR-ingar hafa fengið til sín tvo bandaríska leikmenn fyrir komandi tímabil í Intersportdeildinni í körfuknattleik. 2.8.2004 00:01
Cook í Borgarnes Bandaríski leikstjórnandinn Clifton Cook, sem hefur leikið við góðan orðstír hjá Tindastólsmönnum á Sauðárkróki undanfarin tvö tímabil, er genginn til liðs við nýliða Skallagríms frá Borgarnesi í Intersportdeildinni í körfuknattleik. 2.8.2004 00:01
Allt í biðstöðu hjá Ólafi Inga Ólafur Ingi Skúlason, sem er á mála hjá ensku meisturunum Arsenal, er enn hjá félaginu þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann væri genginn í raðir belgíska félagsins Beveren. 2.8.2004 00:01
Bylting hjá Barcelona Joan Laporta tók við sem forseti hjá Barcelona síðasta sumar. Eitt af kosningaloforðum hans var að fá David Beckham, fyrirliða enska landsliðsins, til félagsins en á endanum þurfti Laporta að lúta í lægra haldi fyrir erkifjendunum í Real Madrid sem hirtu Beckham fyrir framan nefið á katalónsku risanum. 2.8.2004 00:01
Tveir leikir við Þjóðverja Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum um helgina en leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. 2.8.2004 00:01
Skíðalandsliðið valið Skíðasamband Ísland valdi á dögunum landsliðið í alpagreinum og skíðagöngu fyrir næsta vetur og er óhætt að segja að fátt hafi komið á óvart í því vali. 2.8.2004 00:01
Sigur á Promotion Cup Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta bar sigur úr býtum á Promotion Cup á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af Lúxemburg, 81-66, í úrslitaleik í Andorra. Þetta er í annað sinn sem íslenska liðið fer með sigur af hólmi í þessu móti en það vann einnig mótið árið 1996. 2.8.2004 00:01
Federer langbestur Svissneski tenniskappinn Roger Federer ber höfuð og herðar yfir aðra tenniskappa í heiminum í dag og sýndi það í Toronto á sunnudaginn þegar hann bar sigur býtum á Toronto Masters-mótinu. 2.8.2004 00:01
Sigur hjá Singh Vijay Singh, kylfingurinn snjalli frá Fidjieyjum, fór með sigur af hólmi á Buick Invitational-mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi sem lauk í Michigan á sunnudaginn. 2.8.2004 00:01
Newcastle framlengir ekki Newcastle ætlar ekki að framlengja samninginn við knattspyrnustjóra sinn, hinn 71 árs gamla Bobby Robson, þegar hann rennur út næsta vor. 2.8.2004 00:01
Skagamenn og Hammarby víxla Skagamenn og sænska liðið Hammarby hafa víxlað leikjum sínum í annarri umferð forkeppni UEFA-bikarins. 2.8.2004 00:01
Magnús Lárusson sigraði Hið árlega Shoot-out góðgerðamót Nesklúbbsins fór fram í áttunda sinn í gær á Nesvellinum á Seltjarnarnesi. 2.8.2004 00:01
Dregið í riðla í HM í handbolta Búið er að draga í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Túnis í janúar á næsta ári. Íslendingar eru í B-riðil ásamt Slóvenum, Rússum, Tékkum, Kúveitum og Alsíringum. 1.8.2004 00:01