Sport

Dregið í riðla í HM í handbolta

Búið er að draga í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Túnis í janúar á næsta ári. Íslendingar eru í B-riðil ásamt Slóvenum, Rússum, Tékkum, Kúveitum og Alsíringum. Ísland og Þýskaland gerðu jafntefli 27-27 í vináttulandsleik í gær en leikið var í Sverin í Þýskalandi. Ólafur Stefánsson og Jaliesky Garcia voru markahæstir með sex mörk hvor. Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með fimm mörk. Liðin eigast við að nýju í Rostock í dag og hefst leikurinn klukkan tvö að íslenskum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×