Sport

Bayern tapar pening

Þýska stórliðið Bayern München gerir ráð fyrir því að að tapa tíu milljónum evra (um 900 milljónum íslenskra króna) á næsta tímabili. Félagið hefur eytt 25,5 milljónum evra í leikmenn í sumar og þar eru dýrastir Brasilíumaðurinn Lucio og þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings en þeir kostuðu samtals 21 milljón evra. Uli Höness, framkvæmdastjóri félagsins, sagðist þó ekki missa svefn yfir þessu tapi og benti á að ef félagið kæmist upp úr riðlinum í meistaradeildinni þá myndi tapið minnka verulega og ef til vill snúast upp í hagnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×