Sport

Landslið Íslands tapa

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Þjóðverjum með 32 mörkum gegn 25 í vináttulandsleik í Rostock í Þýskalandi í gær. Staðan í leikhléi var 18-13 fyrir heimamönnum. Ólafur Stefánsson var markahæstur í dag og skoraði sex mörk. Jaliesky Garcia kom næstur með fjögur mörk. Liðin skildu jöfn á laugardag. Undir 19 ára landslið kvenna í handknattleik, tapaði í gær þriðja leiknum í röð í riðlakeppni Evrópumótsins í Tékklandi. Liðið beið lægri hlut fyrir Austurríki, 30:23. Íslenska liðið fer í keppni um níunda til sextánda sæti og mætir Rúmeníu og Spáni. Ísland tapaði stórt fyrir Litháen, 94:77, í Evrópukeppni stúlknalandsliða í körfuknattleik, undir 16 ára, í Eistlandi í gær. Íslenska liðið vann fyrstu tvo leiki sína. Helena Sverrisdóttir skoraði 35 stig gegn Litháen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×