Sport

Rio búinn að missa það?

Það má fastlega gera ráð fyrir því að leikmaður sem er að afplána átta mánaða langt leikbann hafi tíma til að heimsækja hárgreiðslustofu. Það er einmitt það sem Rio Ferdinand hefur greinilega gert. Hann mætti á æfingu og skartaði þá nýrri hárgreiðslu - einhver óhugnanlegasti afró-stíll sem sést hefur síðan hljómsveitin Jackson 5 var að toppa vinsældalista út um allan heim. Venjulega hefur Rio verið hárprúður með eindæmum, með annaðhvort stutt eða snoðað hár. Gera má ráð fyrir að hárgreiðsla Rio hafi lífgað upp á æfingar Man.Utd. því liðinu hefur ekki gengið vel á æfingamótinu í Bandaríkjunum. Það er óskandi að Rio það eina rétta í stöðunni og raki á sér hausinn áður en hann snýr aftur í ensku úrvalsdeildina því menn með slíka hárgreiðslu eru ekki líklegir til að fara af fullum krafti upp í skallaeinvígi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×