Sport

Baggio kemur kannski aftur

Svo gæti farið að Ítalinn Roberto Baggio mæti til leiks þegar ítalski boltinn fer að rúlla að nýju. Baggio lagði skóna formlega á hilluna eftir að síðustu leiktíð lauk og fékk meira að segja eitt stykki kveðjuleik. Síðan þá hafa forráðamenn tveggja fyrrverandi liða hans, Bologna og Fiorentina, lagt hart að honum að endurskoða ákvörðunina og boðið honum samning. Baggio, sem skoraði sitt tvö hundruðasta mark í Seria A, í vetur, hefur ekki útilokað að snúa aftur en segist þurfa meiri umhugsunarfrest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×