Sport

Nedved hættur með landsliðinu

Pavel Nedved, hinn tékkneski, hefur tilkynnt að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Nedved hefur verið lykilleikmaður tékkneska landsliðsins undanfarin ár en liðið hefur verið í hópi bestu landsliða heims en þó ekki náð sigri á stórmóti. Nedved meiddist á hné í undanúrslitaleiknum gegn Grikkjum á EM í Portúgal og hefur enn ekki náð sér af þeim. Nedved leikur með ítalska stórliðinu Juventus og stefnir hátt á þeim vettvangi: "Ég vil vinna sigur með Juventus í Meistaradeildinni og vil vinna að því að koma félaginu á nýjan leik í allra fremstu röð í heiminum. Ég skil sáttur við tékkneska landsliðið og ég veit að það er í góðum málum. Framtíð þess er mjög björt og það eru einungis tvö ár síðan undir-21 árs landsliðið varð Evrópumeistari," sagði Pavel Nedved.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×