Tveir leikir við Þjóðverja 2. ágúst 2004 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum um helgina en leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. Íslenska liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum, 27-27, í Schwerin á laugardeginum en tapaði seinni leiknum á sunnudaginn í Rostock með sjö mörkum, 32-25. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var tiltölulega sáttur við leikina þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær en sagði erfitt að meta stöðuna á liðinu vegna erfiðra æfingatarnar sem liðið hefur gengið í gegnum að undanförnu. "Ég var mjög ánægður með fyrri leikinn. Við byrjuðum reyndar illa og þurftum að vinna upp fimm marka forystu Þjóðverjanna. Í síðari hálfleik spiluðum við hins vegar mjög vel, vörnin var góð, við fengum hraðaupphlaup í kjölfarið og sóknarleikurinn var skynsamur. Við gátum gert út um þann leik undir lokin þegar við vorum með þriggja marka forystu, 25-22, en við brenndum af hraðaupphlaupi og eftir það komust Þjóðverjar inn í leikinn aftur og náðu að jafna áður en leiktíminn var úti. Það er ekki hægt annað en að vera sáttur við jafntefli gegn Evrópumeisturum á þeirra heimavelli en það verður síðan bara að segjast eins og er að við gátum ekkert í seinni leiknum. Vörn var afskaplega léleg og menn voru einfaldlega ekki nógu grimmir. Við höfum hins vegar æft mjög stíft að undanförnu, æfðum til dæmis átta sinnum á fimm dögum fyrir leikina og menn voru þungir og þreyttir. Það fengu allir að spila og þegar slíkt er uppi á teningnum þá er kannski ekki hægt að búast við toppúrslitum leik eftir leiki. Núna munum við hins vegar létta æfingarnar fram að ólympíuleikum og stefnum að því að vera í toppformi þar," sagði Guðmundur sem velur endanlegan fimmtán manna hóp fyrir ólympíuleikana á morgun. Þýskaland-Ísland 27-27 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 2 og Rúnar Sigtryggsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18/2. Þýskaland-Ísland 32-25 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 5, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Gylfi Gylfason 2, Dagur Sigurðsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundson 10, Roland Valur Eradze 7. Íþróttir Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum um helgina en leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. Íslenska liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum, 27-27, í Schwerin á laugardeginum en tapaði seinni leiknum á sunnudaginn í Rostock með sjö mörkum, 32-25. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var tiltölulega sáttur við leikina þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær en sagði erfitt að meta stöðuna á liðinu vegna erfiðra æfingatarnar sem liðið hefur gengið í gegnum að undanförnu. "Ég var mjög ánægður með fyrri leikinn. Við byrjuðum reyndar illa og þurftum að vinna upp fimm marka forystu Þjóðverjanna. Í síðari hálfleik spiluðum við hins vegar mjög vel, vörnin var góð, við fengum hraðaupphlaup í kjölfarið og sóknarleikurinn var skynsamur. Við gátum gert út um þann leik undir lokin þegar við vorum með þriggja marka forystu, 25-22, en við brenndum af hraðaupphlaupi og eftir það komust Þjóðverjar inn í leikinn aftur og náðu að jafna áður en leiktíminn var úti. Það er ekki hægt annað en að vera sáttur við jafntefli gegn Evrópumeisturum á þeirra heimavelli en það verður síðan bara að segjast eins og er að við gátum ekkert í seinni leiknum. Vörn var afskaplega léleg og menn voru einfaldlega ekki nógu grimmir. Við höfum hins vegar æft mjög stíft að undanförnu, æfðum til dæmis átta sinnum á fimm dögum fyrir leikina og menn voru þungir og þreyttir. Það fengu allir að spila og þegar slíkt er uppi á teningnum þá er kannski ekki hægt að búast við toppúrslitum leik eftir leiki. Núna munum við hins vegar létta æfingarnar fram að ólympíuleikum og stefnum að því að vera í toppformi þar," sagði Guðmundur sem velur endanlegan fimmtán manna hóp fyrir ólympíuleikana á morgun. Þýskaland-Ísland 27-27 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 2 og Rúnar Sigtryggsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18/2. Þýskaland-Ísland 32-25 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 5, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Gylfi Gylfason 2, Dagur Sigurðsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundson 10, Roland Valur Eradze 7.
Íþróttir Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira