Tveir leikir við Þjóðverja 2. ágúst 2004 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum um helgina en leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. Íslenska liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum, 27-27, í Schwerin á laugardeginum en tapaði seinni leiknum á sunnudaginn í Rostock með sjö mörkum, 32-25. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var tiltölulega sáttur við leikina þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær en sagði erfitt að meta stöðuna á liðinu vegna erfiðra æfingatarnar sem liðið hefur gengið í gegnum að undanförnu. "Ég var mjög ánægður með fyrri leikinn. Við byrjuðum reyndar illa og þurftum að vinna upp fimm marka forystu Þjóðverjanna. Í síðari hálfleik spiluðum við hins vegar mjög vel, vörnin var góð, við fengum hraðaupphlaup í kjölfarið og sóknarleikurinn var skynsamur. Við gátum gert út um þann leik undir lokin þegar við vorum með þriggja marka forystu, 25-22, en við brenndum af hraðaupphlaupi og eftir það komust Þjóðverjar inn í leikinn aftur og náðu að jafna áður en leiktíminn var úti. Það er ekki hægt annað en að vera sáttur við jafntefli gegn Evrópumeisturum á þeirra heimavelli en það verður síðan bara að segjast eins og er að við gátum ekkert í seinni leiknum. Vörn var afskaplega léleg og menn voru einfaldlega ekki nógu grimmir. Við höfum hins vegar æft mjög stíft að undanförnu, æfðum til dæmis átta sinnum á fimm dögum fyrir leikina og menn voru þungir og þreyttir. Það fengu allir að spila og þegar slíkt er uppi á teningnum þá er kannski ekki hægt að búast við toppúrslitum leik eftir leiki. Núna munum við hins vegar létta æfingarnar fram að ólympíuleikum og stefnum að því að vera í toppformi þar," sagði Guðmundur sem velur endanlegan fimmtán manna hóp fyrir ólympíuleikana á morgun. Þýskaland-Ísland 27-27 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 2 og Rúnar Sigtryggsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18/2. Þýskaland-Ísland 32-25 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 5, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Gylfi Gylfason 2, Dagur Sigurðsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundson 10, Roland Valur Eradze 7. Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum um helgina en leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. Íslenska liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum, 27-27, í Schwerin á laugardeginum en tapaði seinni leiknum á sunnudaginn í Rostock með sjö mörkum, 32-25. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var tiltölulega sáttur við leikina þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær en sagði erfitt að meta stöðuna á liðinu vegna erfiðra æfingatarnar sem liðið hefur gengið í gegnum að undanförnu. "Ég var mjög ánægður með fyrri leikinn. Við byrjuðum reyndar illa og þurftum að vinna upp fimm marka forystu Þjóðverjanna. Í síðari hálfleik spiluðum við hins vegar mjög vel, vörnin var góð, við fengum hraðaupphlaup í kjölfarið og sóknarleikurinn var skynsamur. Við gátum gert út um þann leik undir lokin þegar við vorum með þriggja marka forystu, 25-22, en við brenndum af hraðaupphlaupi og eftir það komust Þjóðverjar inn í leikinn aftur og náðu að jafna áður en leiktíminn var úti. Það er ekki hægt annað en að vera sáttur við jafntefli gegn Evrópumeisturum á þeirra heimavelli en það verður síðan bara að segjast eins og er að við gátum ekkert í seinni leiknum. Vörn var afskaplega léleg og menn voru einfaldlega ekki nógu grimmir. Við höfum hins vegar æft mjög stíft að undanförnu, æfðum til dæmis átta sinnum á fimm dögum fyrir leikina og menn voru þungir og þreyttir. Það fengu allir að spila og þegar slíkt er uppi á teningnum þá er kannski ekki hægt að búast við toppúrslitum leik eftir leiki. Núna munum við hins vegar létta æfingarnar fram að ólympíuleikum og stefnum að því að vera í toppformi þar," sagði Guðmundur sem velur endanlegan fimmtán manna hóp fyrir ólympíuleikana á morgun. Þýskaland-Ísland 27-27 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 2 og Rúnar Sigtryggsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18/2. Þýskaland-Ísland 32-25 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 5, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Gylfi Gylfason 2, Dagur Sigurðsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundson 10, Roland Valur Eradze 7.
Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira