Sport

Liverpool lenti í Keflavík

Knattspyrnustórveldið Liverpool millilenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 11 í morgun og yfirgáfu þeir Ísland um hádegisbilið. Einkaflugvél þeirra var að koma frá Bandaríkjunum en þar voru þeir að ljúka keppnisferð sinni í Champions World æfingamótinu. Koma liðsins vakti mikla forvitni á meðal þeirra sem staddir voru í flugstöðinni. Fréttavefur Víkurfréttta greinir frá þessu. Ungir krakkar hlupu til og klæddu sig í Liverpool búninga og vonuðust til að fá að berja goðin sín augum. Það olli líka miklum vonbrigðum þegar það varð ljóst að leikmenn Liverpool liðsins sátu sem fastast í flugvélinni á meðan hún var fyllt eldsneyti. Myndin er af hinum nýja þjálfara Liverpool, Rafael Benitez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×