Sport

Sigur á Promotion Cup

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta bar sigur úr býtum á Promotion Cup á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af Lúxemburg, 81-66, í úrslitaleik í Andorra. Þetta er í annað sinn sem íslenska liðið fer með sigur af hólmi í þessu móti en það vann einnig mótið árið 1996. íslenska liðið hafði frumkvæðið allan leikinn, leiddi með með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-18, og fjórum stigum, 42-38, í hálfleik. Í þriðja leikhluta náði íslenska liðið tíu stiga forystu og vann að lokum öruggan fimmtán stiga sigur, 81-66. Anna María Sveinsdóttir, sem spilaði sinn sextugasta landsleik, tilkynnti eftir leikinn að þetta væri hennar síðasti landsleikur og verður hún því ekki með á Norðurlandamótinu í Svíþjóð sem hefst 10. ágúst. Stig Íslands: Signý Hermannsdóttir 20 (10 fráköst, 3 varin), Anna María Sveinsdóttir 17, Erla Reynisdóttir 15 (6 stoðsendingar, 5 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 12 (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Erla Þorsteinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4 (meiddist eftir 13 mínútur og varð að hætta), Sólveig Gunnæaugsdóttir 3, Birna Valgarðsdóttir 2 (6 fráköst).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×