Sport

Cook í Borgarnes

Bandaríski leikstjórnandinn Clifton Cook, sem hefur leikið við góðan orðstír hjá Tindastólsmönnum á Sauðárkróki undanfarin tvö tímabil, er genginn til liðs við nýliða Skallagríms frá Borgarnesi í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Cook skoraði 22,3 stig að meðaltali í leik með Tindastóli í fyrra og var lykilmaður í leik liðsins. Forráðamenn Skallagríms hafa auk þess samið við makedónska framherjann Jovan Zdravevski um að spila með liðinu á komandi tímabili en Zdravevski lék með MTZ Skopje í Makedóníu á síðasta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×