Sport

Skagamenn og Hammarby víxla

Skagamenn og sænska liðið Hammarby hafa víxlað leikjum sínum í annarri umferð forkeppni UEFA-bikarins. Liðin tvö voru dregin saman á föstudaginn og áttu Skagamenn að leika fyrri leikinn heima 12. ágúst. Þeir munu nú spila í Svíþjóð 12. ágúst og heima á Akranesi 26. ágúst. Þetta eru góðar fréttir fyrir Ólaf Þórðarson og lærisveina hans því það hefur hingað til þótt vera betra að spila fyrri leikinn úti og eiga seinni leikinn heima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×