Sport

Portsmouth vill Yorke

Stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, Milan Madaric, hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að Dwight Yorke væri ofarlega á óskalista liðsins. Sagan hermir að Portsmouth hafi þegar boðið Blackburn Rovers 400.000 pund fyrir framherjann snjalla. Háar launakröfur hans gætu þó sett strik í reikninginn varðandi vistaskiptin. Graeme Souness, framkvæmdastjóri Blackburn, vill Yorke í burtu enda andar köldu á milli þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×