Fleiri fréttir

Thuram lýkur keppni

Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur ákveðið að hætta að spila með franska landsliðinu eftir að hafa spilað 103 landsleiki með liðinu.

Carvalho líklega til Chelsea

Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea er á góðri leið með að tryggja sér portúgalska varnarmanninn Ricardo Carvalho frá Porto fyrir 17 milljónir punda.

Anthony lofar gulli

Carmelo Anthony, leikmaður Denver Nuggets og bandaríska ólympíulandsliðsins í körfubolta, hefur lofað löndum sínum því að koma heim með gullið frá ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði.

Liverpool vann Celtic 5-1

Liverpool vann Celtic 5-1 í Heimskeppni félagsliða sem fram fer þessa dagana í Bandaríkjunum. Djibril Cisse skoraði tvö mörk fyrir Liverpool og þeir John Arne Riise, Michael Owen og Stephane Henchoz eitt hver. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna en staðan í hálfleik var 2-0.

Norðurlandamótið heldur áfram

Opna Norðurlandamót 21 árs landsliða kvenna í knattspyrnu heldur áfram í dag. Danmörk og England mætast klukkan 16:30 á Sauðárkróki og á Blönduósi leikur Ísland við Svíþjóð á sama tíma.

Einn leikur í Landsbankadeildinni

Fylkir tekur á móti Grindavík í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Á miðvikudaginn mætast ÍBV og KA á Hásteinsvelli klukkan 19:15.

Brasilía Suður-Ameríkumeistari

Brasilía sigraði Argentínu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu, elstu keppni landsliða í heiminum, í gærkvöldi. Markakóngur keppninnar, Adriano, jafnaði metin fyrir Brasilíu í uppbótartíma, 2-2, með síðustu spyrnu leiksins og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Brasilía hafði betur, 4-2.

Bayern vann í vítakeppni

Manchester United og Bayern Munchen gerðu markalaust jafntefli á æfingamóti í Bandaríkjunum í gær. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Bayern Munchen hafði betur, 4-2.

Overmars hættur

Hollenski landsliðsmaðurinn Marc Overmars hjá Barcelona tilkynnti í morgun að hann hafi lagt knattspyrnuskóna á hilluna fyrir fullt og allt. Overmars sagði að þrálát hnémeiðsli gerðu það að verkum að hann gæti ekki lengur spilað fótbolta á meðal þeirra bestu og því hafi hann ákveðið að hætta.

Krafist afsagnar Sven Görans

Enskir fjölmiðlar krefjast afsagnar Svíans Sven Görans Erikssonar sem landsliðsþjálfara Englendinga eftir að enska knattspyrnusambandið viðurkenndi opinberlega að Sven Göran hefði átt í ástarsambandi við einkaritara sinn. Enska knattspyrnusambandið hafði áður neitað því að nokkuð væri hæft í þessum sögusögnum.

Grindavík yfir í hálfleik

Næstneðsta lið Landsbankadeildarinnar Grindavík er óvænt marki yfir í leikhléi gegn Fylki.

Argentína - Brasilía í kvöld

Knattspyrnuáhugamenn geta farið að hlakka til kvöldsins því þá mætast stórveldi suðuramerískrar knattspyrnu, Argentína og Brasilía, í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. Þessir erkifjendur, sem samtals hafa unnið heimsmeistarakeppnina sex sinnum, mættust síðast í maí síðastliðnum í undankeppni HM 2006.

Eiður skoraði eitt í sigri Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Chelsea sem lagði Skotlandsmeistara Celtic með 4 mörkum gegn 2 á Meistaramótinu í Bandaríkjunum þar sem flest sterkustu knattspyrnulið Evrópu hita upp fyrir komandi leiktíð.

Þrír leikir í Landsbankadeildinni

Tólfta umferð í Landsbankadeild karla hefst með þremur leikjum í kvöld sem allir hefjast klukkan 19:15. Efsta liðið FH sækir Keflavík heim, Víkingur tekur á móti Íslandsmeisturum KR í Víkinni og Skagamenn mæta botnliði Fram. Leikjunum þremur verða gerð ítarleg skil í þættinum Íslensku mörkin á Sýn klukkan 22 í kvöld.

Grétar Rafn til Young Boys

Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld hefur Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við svissneska liðið Young Boys. Grétar Rafn lýkur leiktíðinni með Skagamönnum og fer til Sviss um áramót en þá rennur samningur hans við ÍA út.

Laus frá Real Betis

Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson fékk sig formlega lausan frá spænska liðinu Real Betis í gær en hann gerði starfslokasamning við félagið. Jóhannesi Karli er frjálst að fara frá félaginu.

Úrúgvæ varð í 3. sæti

Úrúgvæ tryggði sér þriðja sætið í Suður-Ameríkukeppni landsliða eftir sigur á Kólumbíu, 2-1. Eins og greint var frá á Vísi í morgun mætast heimsmeistarar Brasilíumanna og erkifjendurnir Argentínumenn í úrslitaleik keppninnar klukkan 20 í kvöld í Perú. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

KR-stúlkur úr leik

KR-stúlkur eru úr leik í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Þær töpuðu fyrir slóvenska liðinu Kraka Novo, 2-1, í gær. Guðlaug Jónsdóttir skoraði mark KR. Liðin urðu jöfn í efsta sæti í riðlinum með 6 stig en Kraka Novo komst áfram þar sem þær slóvensku höfðu betur í innbyrðis viðureign liðanna.

Ísland - Danmörk á Akureyri

Kvennalandslið Íslands í kanttspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Danmörku á Opna Norðurlandamótinu á Akureyrarvelli í dag klukkan 14. Ísland gerði jafntefli við England í fyrsta leiknum.

Undankeppni HM á gervigrasi?

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, segir það vel koma til greina að gefið verið leyfi fyrir því að leikir í undankeppni heimsmeistaramótsins fari fram á gervigrasi. Blatter sagði að þetta yrði ákveðið á fundi tækninefndar FIFA í október.

Morientes með Real

Framherjinn Fernando Morientes verður með Real Madríd á næstu leiktíð. Þetta var tilkynnt í morgun en Morientes var lánaður til Mónakó á síðustu leiktíð. 

Hrakfarir Dortmund halda áfram

Hrakfarir þýska liðsins Borussia Dortmund halda áfram. Dortmund, sem vann Meistaradeildina árið 1997, var slegið út af belgíska liðinu Racing Genk í Getraunakeppni Evrópu á útivallarmarkareglunni.

Trulli yfirgefur Renault

Ítalinn Jarno Trulli tilkynnti í morgun að hann muni yfirgefa Renault-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum í lok ársins. Búist er við því að hann fari til Toyota líkt og Ralf Schumacher.

Schumacher vann 11. sigurinn

Michael Schumacher vann ellefta sigur sinn í Formúlu 1 kappakstrinum á árinu á Hockenheim-brautinni í Þýskalandi í dag. Jenson Button hjá BAR-Honda náði öðru sæti eftir að hafa ræst af stað þrettándi á ráslínu.

Armstrong vann í 6. sinn

Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong skráði nafn sitt í sögubækurnar svo um munar í dag þegar hann vann Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, í sjötta sinn en það hefur enginn afrekað áður. Tuttugasti og síðasti áfangi keppninnar fór fram í dag þegar hjóluð var 163 kílómetra leið frá Montereau til Parísar.

Þórey Edda Íslandsmeistari

<span class="frettatexti">Þórey Edda Elísdóttir varð Íslandsmeistari í stangarstökki í dag þegar hún stökk 4,20 metra á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Þórey stökk sömu hæð þegar hún fagnaði sigri á Meistaramótinu í fyrra en skemmst er að minnast</span> glæsilegs Norðurlandamets sem hún setti um síðustu helgi þegar hún flaug yfir 4,60 metra.

Jafntefli hjá Íslendingum og Dönum

<span class="frettatexti">Íslendingar og Danir gerðu 1-1 jafntefli á Opna Norðurlandamóti kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Erla Arnardóttir skoraði mark íslenska liðsins sem hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum en á föstudaginn gerði liðið 1-1 jafntefli við Englendinga. </span>

AIK hefur enn áhuga á Helga Val

Helgi Valur Daníelsson, sem var til reynslu hjá sænska liðinu AIK í síðustu viku. Hann þótti standa sig vel á æfingum hjá liðinu og hafa forráðamenn félagsins áhuga á því að skoða hann enn frekar.

300 hestar á Íslandsmótinu

Þrjú hundruð hestar öttu kappi á Íslandsmóti í hestaíþróttum sem fram fór um helgina í Keflavík. Fréttastofan stóðst ekki mátið og kom við til að skoða besta hestakost landsins.

Fram rúllaði yfir ÍA

Framarar vöknuðu heldur betur til lífsins á Akranesi í gærkvöld þegar þeir hreinlega völtuðu yfir slaka Skagamenn í leik liðanna í 12. umferð. Þegar uppi var staðið höfðu Framarar skorað fjögur mörk án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig.

Fjögurra stiga forysta FH-inga

FH-ingar festu greipar sínar um toppsætið í Landsbankadeildinni í fótbolta í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum, 1-0, í Keflavík. Þeir hafa nú fjögurra stiga forystu á Fylkismenn sem eiga reyndar leik til góða, gegn Grindvíkingum á heimavelli í kvöld.

KR upp í fjórða sætið

KR-ingar skutust upp í fjórða sæti Landsbankadeildarinnar eftir ótrúlegan lokakafla gegn Víkingum í Víkinni í gærkvöld. KR-ingar, sem höfðu ekki unnið leik síðan 21. júní, tryggðu sér sigurinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en þá skoraði Arnar Gunnlaugsson, sem hafði komið inn á sem varamaður, sigurmark liðsins og tryggði því dýrmætan sigur, 2-1.

Montoya og Pizzonia fyrstir

<span class="frettatexti">Williamsökuþórarnir Juan Paablo Montoya og Antonio Pizzonia náðu besta tímanum í fyrri tímatöku þýska kappakstursins í Formúlu 1 sem var að ljúka í Hockenheim. Þriðji varð Jenson Button á BAR, fjórði Felipe Alonso á Renault, fimmti David Coulthard á McLaren og sjötti Olivier Panis á Toyota. </span>

Keppni heldur áfram á Akranesi

Keppni á Íslandsmótinu í golfi hélt áfram í morgun á Akranesi en frestað varð keppni í gær vegna úrhellis. Annar hringur í kvennaflokki var þá felldur niður. Töluverð bleyta er enn í Garðavelli en hann þornar hratt.

Breiðablik tapaði fyrir Völsungi

Breiðabliki mistókst að komast upp í annað sæti í 1. deild karla eftir tap gegn Völsungi á Húsavík, 3-2, í gær. Blikar komust í 2-0 en Hermann Aðalgeirsson tryggði Völsungi sigur með marki úr vítaspyrnu í blálokin. Breiðablik er í 3. sæti með 17 stig en Völsungur fór úr næst neðsta sæti upp í það áttunda.

Chelsea - Celtic í kvöld á Sýn

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea hefja undirbúning fyrir Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina í Bandaríkjunum í kvöld en þá mætir Chelsea skoska liðinu Celtic í æfingamóti sem kallast Champions World. Leikur Chelsea og Celtic verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 20 í kvöld.

Viera til Real?

Ýmislegt bendir til þess að Patrick Viera, fyrirliði Arsenal, sé á förum frá félaginu til Real Madríd. Viera á þrjú ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hittir Arsene Wenger, stjóra félagsins, að máli í dag.

Ólafur Ingi til Ítalíu?

Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld er Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Arsenal, hugsanlega á leiðinn til  Ítalíu. Brescía, sem spilar í A-deildinni, og Tórínó, sem er í B-deildinni, hafa sent fyrirspurnir til Arsenal um Ólaf Inga sem sagðist í samtali við íþróttafréttamann verulega spenntur fyrir því að fara suður á bóginn.

Á ÓL þrátt fyrir fall á lyfjaprófi

Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi kvenna, Torri Edwards frá Bandaríkjunum, getur líklega keppt á Ólympíuleikunum í næsta mánuði þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í apríl sl. þar sem í ljós kom að hún hafði notað örvandi efni.

Armstrong í sögubækur á morgun

Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong heldur sigurgöngu sinni áfram í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Í dag kom hann fyrstur í mark á 19. áfanga keppninnar sem var 55 kílómetra löng og hjólaði einn keppandi í einu í kappi við klukkuna.

Meistaramótið í frjálsum

Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvelli í gær. Blíðskaparveður var og allar aðstæður hinar bestu.

Sjá næstu 50 fréttir