Sport

Úrúgvæ varð í 3. sæti

Úrugvæ tryggði sér þriðja sætið í Suður-Ameríkukeppni landsliða eftir sigur á Kólumbíu, 2-1. Eins og greint var frá á Vísi í morgun mætast heimsmeistarar Brasilíumanna og erkifjendurnir Argentínumenn í úrslitaleik keppninnar klukkan 20 í kvöld í Perú. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Brasilía hefur komið skemmtilega á óvart í keppninni enda með hálfgert varalið en Adriano, leikmaður Internationale, hefur slegið í gegn og er markahæstur í keppninni með sex mörk í fimm leikjum. Argentína er með sitt sterkasta lið í keppninni, ólíkt Brasilíumönnum, og talið sigurstranglegra í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×