Sport

Á ÓL þrátt fyrir fall á lyfjaprófi

Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi kvenna, Torri Edwards frá Bandaríkjunum, getur líklega keppt á Ólympíuleikunum í næsta mánuði þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í apríl sl. þar sem í ljós kom að hún hafði notað örvandi efni. Edwards heldur fram sakleysi sínu og segist hafa fengið þrúgusykurtöflur frá styrktarþjálfara sínum sem hún vissi ekki að innihéldu einnig örvandi efni. Framkvæmdastjóri Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins sagði í morgun að beðið sé niðurstöðu þriggja manna nefndar sem fór yfir málið. Ákvörðun verður svo tekin í kjölfarið sem verður líklega fyrir Ólympíuleikana. Torri Edwards varð í 2. sæti á heimsmeistaramótinu í 100 metra hlaupi en fékk gullverðlaunin eftir að sigurvegarinn, Kelli White, féll á lyfjaprófi en hvert lyfjahneykslið á fætur öðru hefur komið upp á yfirborðið á þessu ári í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×