Sport

Undankeppni HM á gervigrasi?

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, segir það vel koma til greina að gefið verið leyfi fyrir því að leikir í undankeppni heimsmeistaramótsins fari fram á gervigrasi. Blatter sagði að þetta yrði ákveðið á fundi tækninefndar FIFA í október. „Þetta er ekki bylting heldur eðlileg þróun í fótboltanum því gæði gervigrasvalla eru sífellt að aukast,“ sagði Blatter. Sænska liðið Sundsvall hefur skipt yfir í gervigras og leikur sinn fyrsta leik á því í kvöld gegn Trelleborg. Sundsvall er með svokallað Fieldturf gervigras sem er algengt hjá bandarískum ruðningsliðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×