Sport

Krafist afsagnar Sven Görans

Enskir fjölmiðlar krefjast afsagnar Svíans Sven Görans Erikssonar sem landsliðsþjálfara Englendinga eftir að enska knattspyrnusambandið viðurkenndi opinberlega að Sven Göran hefði átt í ástarsambandi við einkaritara sinn. Enska knattspyrnusambandið hafði áður neitað því að nokkuð væri hæft í þessum sögusögnum. Kvennamál Sven Görans eru helsta umfjöllunarefni enskra síðdegisblaða og eru þessar nýjustu fréttir vatn á myllu þeirra sem vilja reka Svíann úr starfi. Enska knattspyrnusambandið upplýsti einnig að einkaritarinn hefði sömuleiðis átt í ástarsambandi við framkvæmdastjóra sambandsins, Mark Palios. Sven Göran og Palios sjást hér glaðbeittir í mars á þessu ári. Ekki fylgir sögunni af hverju kátínan stafar. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×