Fram rúllaði yfir ÍA 25. júlí 2004 00:01 Framarar vöknuðu heldur betur til lífsins á Akranesi í gærkvöld þegar þeir hreinlega völtuðu yfir slaka Skagamenn í leik liðanna í 12. umferð. Þegar uppi var staðið höfðu Framarar skorað fjögur mörk án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Framarar, sem höfðu ekki unnið leik síðan gegn Víkingi í 1. umferðinni 16. maí, náðu þó ekki að komast upp úr bornsætinu en þessi sigur, sem var sá fyrsti á Akranesi síðan 1998, gefur liðinu þó byr undir báða vængi í botnbaráttunni sem framundan er. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki upp á það allra besta á Akranesi í gærkvöld. Það var strekkingsvindur og hann olli því að liðin náðu ekki að halda boltanum innan liðsins og því var fátt um fína drætti framan af. Skagamenn voru miklu meira með boltann allan fyrri hálfleikinn, pressuðu stíft en komust lítt áleiðis gegn vel skipulögðum Frömurum sem spiluðu agaðan varnarleik og beittu stórhættulegum skyndisóknum með Andra Fannar Ottóson í fararbroffi. Úr einni slíkri fengu Framarar aukaspyrnu rétt utan teigs sem gaf Frömurum í kjölfarið vítaspyrnu eftir klafs og þvögu í vítateig Skagamanna. Úr henni skoraði Ríkharður Daðason og kom Frömurum yfir. Tæpum tíu mínútum síðar skoraði áðurnefndur Andri Fannar annað mark Framara, komst einn fyrri sofandi vörn Skagamanna og sendi boltann fallega framhjá Þórði Þórðarsyni, markverði Skagamanna. Í hálfleik var alltaf ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Skagamenn því auk tveggja marka forystu Framara þurftu þeir að glíma við vindinn en ef vonarneisti heimamanna var einhver þá slökkti Heiðar Geir Júlíusson endanlega í honum strax í byrjun síðari hálfleiks. Heiðar Geir fékk boltann aleinn á markteig og skoraði af öryggi framhjá Þórði. Til að bæta gráu ofan á svart og fullkomna niðurlægingu heimamanna þá bætti Ríkharður Daðason við fjórða markinu með skoti úr teig eftir fallegan undirbúning Andra Fannars. Eftir þetta datt leikurinn algjörlega niður, Framarar sigldu af öryggi með stigin þrjú í höfn og fögnuðu gríðarlega mikilvægum en jafnframt fullkomlega verðskulduðum stigum. "Þessi frammistaða dæmir sig sjálf og það var kvöl og pína fyrir mig að horfa á mína menn í kvöld," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, sem var skiljanlega allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna sem var fyrir neðan allar hellur. "Ég held að menn ættu að hugsa um að hafa gaman af því að spila fótbolta - það var ekki raunin í dag," bætti Ólafur við. Það var annað hljóð í skrokknum þegar Fréttablaðið ræddi við nafna hans Kristjánsson, þjálfara Fram, sem stýrði sínum mönnum til sigurs í fyrsta sinn. "Úrslitin komu mér ekki á óvart því ég átti von á sigri. Ég er búinn að vinna mikið í því undanfarið að bæta varnarleikinn og skerpa sóknarleikinn og við uppskárum eftir því í dag." ÍA-Fram 0-4 0–1 Ríkharður Daðason, víti 25. 0–2 Andri Fannar Ottósson 34. 0–3 Heiðar Geir Júlíusson 46. 0–4 Ríkharður Daðason 51. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson, í meðallagi Bestur á vellinum Andri Fannar Ottósson Fram Tölfræðin Skot (á mark) 10–9 (2–5) Horn 13–3 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstöður 8–3 Mjög Góðir Eggert Stefánsson Fram, Andri Fannar Ottósson Fram Góðir Haraldur Ingólfsson ÍA, Andrés Jónsson Fram, Gunnar Sigurðsson Fram, Gunnar Þór Gunnarsson Fram, Viðar Guðjónsson Fram, Heiðar Geir Júlíusson Fram og Ríkharður Daðason Fram. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira
Framarar vöknuðu heldur betur til lífsins á Akranesi í gærkvöld þegar þeir hreinlega völtuðu yfir slaka Skagamenn í leik liðanna í 12. umferð. Þegar uppi var staðið höfðu Framarar skorað fjögur mörk án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Framarar, sem höfðu ekki unnið leik síðan gegn Víkingi í 1. umferðinni 16. maí, náðu þó ekki að komast upp úr bornsætinu en þessi sigur, sem var sá fyrsti á Akranesi síðan 1998, gefur liðinu þó byr undir báða vængi í botnbaráttunni sem framundan er. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki upp á það allra besta á Akranesi í gærkvöld. Það var strekkingsvindur og hann olli því að liðin náðu ekki að halda boltanum innan liðsins og því var fátt um fína drætti framan af. Skagamenn voru miklu meira með boltann allan fyrri hálfleikinn, pressuðu stíft en komust lítt áleiðis gegn vel skipulögðum Frömurum sem spiluðu agaðan varnarleik og beittu stórhættulegum skyndisóknum með Andra Fannar Ottóson í fararbroffi. Úr einni slíkri fengu Framarar aukaspyrnu rétt utan teigs sem gaf Frömurum í kjölfarið vítaspyrnu eftir klafs og þvögu í vítateig Skagamanna. Úr henni skoraði Ríkharður Daðason og kom Frömurum yfir. Tæpum tíu mínútum síðar skoraði áðurnefndur Andri Fannar annað mark Framara, komst einn fyrri sofandi vörn Skagamanna og sendi boltann fallega framhjá Þórði Þórðarsyni, markverði Skagamanna. Í hálfleik var alltaf ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Skagamenn því auk tveggja marka forystu Framara þurftu þeir að glíma við vindinn en ef vonarneisti heimamanna var einhver þá slökkti Heiðar Geir Júlíusson endanlega í honum strax í byrjun síðari hálfleiks. Heiðar Geir fékk boltann aleinn á markteig og skoraði af öryggi framhjá Þórði. Til að bæta gráu ofan á svart og fullkomna niðurlægingu heimamanna þá bætti Ríkharður Daðason við fjórða markinu með skoti úr teig eftir fallegan undirbúning Andra Fannars. Eftir þetta datt leikurinn algjörlega niður, Framarar sigldu af öryggi með stigin þrjú í höfn og fögnuðu gríðarlega mikilvægum en jafnframt fullkomlega verðskulduðum stigum. "Þessi frammistaða dæmir sig sjálf og það var kvöl og pína fyrir mig að horfa á mína menn í kvöld," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, sem var skiljanlega allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna sem var fyrir neðan allar hellur. "Ég held að menn ættu að hugsa um að hafa gaman af því að spila fótbolta - það var ekki raunin í dag," bætti Ólafur við. Það var annað hljóð í skrokknum þegar Fréttablaðið ræddi við nafna hans Kristjánsson, þjálfara Fram, sem stýrði sínum mönnum til sigurs í fyrsta sinn. "Úrslitin komu mér ekki á óvart því ég átti von á sigri. Ég er búinn að vinna mikið í því undanfarið að bæta varnarleikinn og skerpa sóknarleikinn og við uppskárum eftir því í dag." ÍA-Fram 0-4 0–1 Ríkharður Daðason, víti 25. 0–2 Andri Fannar Ottósson 34. 0–3 Heiðar Geir Júlíusson 46. 0–4 Ríkharður Daðason 51. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson, í meðallagi Bestur á vellinum Andri Fannar Ottósson Fram Tölfræðin Skot (á mark) 10–9 (2–5) Horn 13–3 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstöður 8–3 Mjög Góðir Eggert Stefánsson Fram, Andri Fannar Ottósson Fram Góðir Haraldur Ingólfsson ÍA, Andrés Jónsson Fram, Gunnar Sigurðsson Fram, Gunnar Þór Gunnarsson Fram, Viðar Guðjónsson Fram, Heiðar Geir Júlíusson Fram og Ríkharður Daðason Fram.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Sjá meira