Sport

Argentína - Brasilía í kvöld

Knattspyrnuáhugamenn geta farið að hlakka til kvöldsins því þá mætast stórveldi suðuramerískrar knattspyrnu, Argentína og Brasilía, í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. Þessir erkifjendur, sem samtals hafa unnið heimsmeistarakeppnina sex sinnum, mættust síðast í maí síðastliðnum í undankeppni HM 2006. Þá sigraði Brasilía 3-1 með þremur vítaspyrnumörkum Ronaldos. Hann verður hins vegar fjarri góðu gamni í leiknum í kvöld sem hefst klukkan 20 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×