Sport

Armstrong í sögubækur á morgun

Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong heldur sigurgöngu sinni áfram í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Í dag kom hann fyrstur í mark á 19. áfanga keppninnar sem var 55 kílómetra löng og hjólaði einn keppandi í einu í kappi við klukkuna. Tími Armstrongs var 1 klst., 6 mínútur og 49 sekúndur en næstir komu Þjóðverjarnir Jan Ullrich, sem var rétt rúmri mínútu á eftir Armstrong, og Andreas Kloeden sem var með 26 sekúndum lakari tími en landi sinn. Nú getur aðeins kraftaverk komið í veg fyrir að Armstrong meitli nafn sitt í sögubækurnar og landi sjötta sigri sínum í Tour de France en það hefur enginn afrekað áður. Hann hefur 6 mínútna og 38 sekúndna forskot á Kloeden fyrir lokaáfanga keppninnar, 163 kílómetra leið frá Montereau til Parísar sem hjóluð verður á morgun. Auk Armstrongs hafa fjórir hjólreiðakappar unnið Tour de France fimm sinnum: Eddy Merckx, Miguel Indurian, Jacques Anquetil og Bernard Hinault.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×