Sport

Ólafur Ingi til Ítalíu?

Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld er Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Arsenal, hugsanlega á leiðinn til  Ítalíu. Brescía, sem spilar í A-deildinni, og Tórínó, sem er í B-deildinni, hafa sent fyrirspurnir til Arsenal um Ólaf Inga sem sagðist í samtali við íþróttafréttamann verulega spenntur fyrir því að fara suður á bóginn. Hann sagðist ekki eiga von á því að vera áfram í herbúðum Arsenal. Sex mánaða leigusamningur við venslafélagið Beveren var nánast frágenginn en Ólafur Ingi ákvað að setja það í bið þegar fyrirspurnirnar frá Brescía og Tórínó komu upp á borðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×