Fleiri fréttir

Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir

Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara.

Fjöldi vefsíðna lá niðri

Vefsíður breska ríkisútvarpsins, CNN, New York Times sem og Amazon, Reddit og Twitch hafa legið niðri í morgun ásamt fjölmörgum öðrum. Þá má sjá röskun á virkni Twitter og Youtube.

800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum

Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra.

Bólusetja börn í áhættuhópum

Bólusetningaráð þýskra yfirvalda hefur mælt með bólusetningu barna á aldrinum 12-17 ára sem eru í sérstökum áhættuhópi vegna Covid-19.

Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti

Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu.

Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka?

Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna.

Kalla bjórinn heim frá Afgan­istan

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan.

Mjótt á munum í Perú

Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin.

Hunda­eig­andinn í Noregi á­kærður vegna dauða barnsins

Lögregla í Noregi hefur ákært eiganda hundanna tveggja sem urðu átján mánaða barni að bana í Brumunddal, um 130 kílómetra norður af Osló, á laugardaginn. Barnið var í heimsókn hjá ættingjum þegar atvikið átti sér stað.

Felldu styttu af hönnuði heima­vistar­skólanna

Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum.

Flokkur for­setans missir meiri­hlutann

Flokkur Andres Manuel Lopez Obrador Mexíkóforseta virðist hafa misst meirihluta sinn í neðri deild mexíkóska þingsins í kosningum sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur benda þó til þess að flokkurinn, Morena, auk stuðningsflokka hans, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að ná meirihluta.

Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni

Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk.

Hundar drápu ungt barn í Noregi

Eins og hálfs árs gamalt barn lést þegar tveir hundar réðust á það í bænum Brumunddal í austanverðum Noregi í gær. Hundarnir voru aflífaðir strax í kjölfar.

Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði

Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert.

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Pútín espir Banda­ríkja­menn upp fyrir leið­toga­fund með Biden

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi.

Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu

Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands.

Delta-af­brigðið greinist í Ástralíu

Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum.

Face­book-að­gangur Trumps verður lokaður í tvö ár

Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið.

Biden lengir bannlista Trumps

Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. 

Google biðst afsökunar vegna „ljótasta tungumálsins“

Forsvarsmenn netrisans Google hafa beðist afsökunar á niðurstöðu leitarinnar „ljótasta tungumálið á Indlandi“. Leitin skilaði svarinu „Kannada; tungumál sem talað er af 40 milljón manns í suðurhluta Indlands“.

Greiða Hillsbor­ough-fjöl­skyldum bætur vegna yfir­hylmingar

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins.

Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi

Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum.

Sjá næstu 50 fréttir