Fleiri fréttir

140 létu lífið er bátur sökk

140 farendur á leið frá Senegal til Evrópu drukknuðu eftir að bátur sem þau voru um borð í sökk undan ströndum Senegal.

Segir langan og erfiðan vetur framundan

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi.

Skotin fljúga á milli verð­launa­blaða­manns og rit­stjóra hans

Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins.

Cor­byn vikið úr Verka­manna­flokknum

Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur verið rekinn úr flokknum í kjölfar ummæla hans um nýja skýrslu þar sem fjallað er um hvernig flokkurinn hafi brotið lög í tengslum við gyðingahatur innan flokksins í formennskutíð hans.

Kjötlaust tvo daga vikunnar í Danmörku

Ekkert kjöt verður á boðstólunum í mötuneytum danskra ríkisstofnanna tvo daga í viku ef ný innkaupastefnastefna danskra stjórnvalda er samþykkt.

Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár

Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi sterk áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku en aðeins óbein áhrif á veðurfar á Íslandi.

Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice

Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða.

Fyrstu skráðu smitin á eyjunum

Fyrstu skráðu kórónuveirusmitin hafa komið upp á Marshall-eyjum í Kyrrahafi, en eyjarnar hafa verið einn af síðustu stöðum heims þar sem ekkert hefur spurst til Covid-19.

Trump gerði grín að grímunotkun

Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag.

Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga

Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag.

Frakkar skella í lás í annað sinn

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða.

Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan

Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta.

Hani banaði lög­reglu­manni á Filipps­eyjum

Lögreglumaður á Filippseyjum er látinn eftir að hani, sem þjálfaður hafði verið upp til að stunda hanaat, réðst á hann við húsleit lögreglu á ólöglegum hanaatsstað í héraðinu Norður-Samar.

„Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna.

Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára

Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim.

Danir í hart gegn tóbaksfyrirtækjum

Skattamálaráðherra Danmerkur gagnrýndi tóbaksfyrirtæki harðlega í dag fyrir að grafa ákvörðunum danska þingsins um hærra sígarettuverð.

Stilla saman strengi sína gegn Kína

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína.

Sjá næstu 50 fréttir