Fleiri fréttir

Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“

Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi.

Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla

Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum.

Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir.

Óttast að stór hluti jökuls hrynji niður fjallshlíðarnar

Yfirvöld á Ítalíu hafa rýmt heimili og vísað ferðamönnum á brott frá svæði skammt frá Courmayeur í Aostadalnum vegna ótta um að stærðarinnar stykki úr Planpincieux jöklinum Ítalíumegin við Mont Blanc muni hrynja niður í dalinn.

Flack óttaðist réttarhöld og umfjöllun

Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni.

Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna

Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að stuðla gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu.

Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum.

Sam­­fé­lags­­miðlar slá á fingur Trump

Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni.

Sak­sóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjár­mál Trump

Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var.

Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi

Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldinn í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi.

Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn

Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri.

Biden ætlar ekki á landsfund Demókrataflokksins

Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, ætlar ekki að verða viðstaddur landsfund í Wisconsin þar sem hann verður formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins í þessum mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann

Öfgamaðurinn Stephan Ernst hefur viðurkennt öðru sinni en nú frammi fyrir dómara í Frankfurt að hafa myrt stjórnmálamanninn Walter Lübcke, fyrrverandi ríkisstjóra þýska sambandsríkisins Hesse.

Loka Aberdeen eftir mikla fjölgun smitaðra

Yfirvöld í Skotlandi hafa gripið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða og ferðatakmarkana í borginni Aberdeen eftir að þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu.

300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút

Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar.

Neil Young höfðar mál gegn Trump

Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis.

Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við.

Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir

Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns,

Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár

Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð.

Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter

Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag.

Krefst afsagnar konungs vegna máls Jóhanns Karls

Leiðtogi Katalóníu krafðist þess í dag að konungur Spánar afsalaði sér krúnunni eftir að Jóhann Karl faðir hans og fyrrverandi konungur flúði land í gær grunaður um spillingu.

Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar

Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum.

Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin

Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst.

Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi

Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk.

Sjá næstu 50 fréttir