Flack óttaðist réttarhöld og umfjöllun Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 14:32 Caroline Flack. Getty/Keith Mayhew Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22
Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57