Fleiri fréttir

Ný ríkisstjórn Frakklands kynnt

Nýr forsætisráðherra Frakklands tilkynnti í dag skipan ríkisstjórnar sinnar. Einhverjar mannabreytingar hafa orðið en að sama skapi halda nokkrir ráðherrar stöðum sínum.

44 látnir eftir óveður í Japan

Að minnsta kosti 44 eru látnir eftir að mikið óveður skall á suðurhluta Japan. Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað rúmlega milljón manns að yfirgefa heimili sín vegna flóða og tíðra aurskriða.

Loka fylkjamörkum milli Viktoríu og Nýju Suður-Wa­les

Yfirvöld í Ástralíu hafa lokað fylkjamörkum milli Viktoríu og Nýju- Suður-Wales, tveggja fjölmennustu fylkja landsins, eftir að mikil fjölgun hefur orðið í tilfellum nýrra kórónuveirusmita í Melbourne.

Í­halds­flokkurinn HDZ vann sigur í Króatíu

Andrej Plenkovic, forsætisráðherra Króatíu, og íhaldsflokkur hans, HDZ, hafa fengið umboð til að mynda nýja ríkisstjórn eftir að flokkurinn vann sigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær.

Ennio Morricone er látinn

Ennio Morricone sem samdi tónlistina við fjölda stórmynda er látinn, 91 árs að aldri.

Greindist með svartadauða í Innri-Mongólíu í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa aukið varúðarráðstafanir eftir að íbúi í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu greindist með bakteríu sem leiðir til sjúkdóms er nefndur hefur verið svartidauði.

Öfgahægrimenn létu glepjast af gabbi á þjóðhátíðardaginn

Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb.

Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja

Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum.

Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana

Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar.

Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti

Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 

Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn

Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar.

Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong

Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins.

Frekari lokanir á norðanverðum Spáni vegna faraldursins

Yfirvöld í Galisíu á Norðvestur-Spáni hafi komið aftur á takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á svæði þar sem um 70.000 manns búa vegna þess að smitum hefur farið fjölgandi þar. Útgöngubann tók aftur gildi í hluta Katalóníu af sömu ástæðu í gær.

„Ölvaðir fylgja ekki fjarlægðarreglum“

„Ölvaðir einstaklingar geta ekki haldið fjarlægðarreglum,“ segir formaður stéttarfélags bresku lögreglunnar eftir að knæpur landsins voru opnaðar að nýju eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins.

Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl

Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða

Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna.

Faðir Johnson ver umdeilda Grikklandsför sína

Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 

Útgöngubanni komið á í hluta Katalóníu vegna uppgangs veirunnar

Yfirvöld hafa hert aftur á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í hluta Katalóníu eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik. Íbúum svæðisins er bannað að yfirgefa það en þurfa ekki að halda sig heima eins og í upphaflega útgöngubanninu.

Engin áform um að ræða við Washington

Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu.

Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés

Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein.

„Endalaus stórskotahríð haturs“ í „vinalegasta heimabæ Flórída“

Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages.

Tengda­dóttir Banda­ríkja­for­seta smituð af kórónu­veirunni

Fyrrverandi fjölmiðlakonan Kimberly Guilfoyle hefur greinst smituð af kórónuveirunni en hún er kærasta Donalds Trump yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta. Guilfoyle hefur starfað innan forsetaframboðs Trump fyrir kosningarnar sem haldnar verða í nóvember.

Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki.

Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg

Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði.

Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots

Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva.

Hryðjuverkalögum Duterte sagt beint gegn andstæðingum hans

Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum segja að ný hryðjuverkalög sem Rodrigo Duterte forseti staðfesti í dag verði notuð sem vopn gegn pólitískum andstæðingum hans og til þess að kæfa tjáningarfrelsi í landinu. Með lögunum geta stjórnvöld skilgreind einstaklinga sem hryðjuverkamenn og haldið þeim í allt að 24 daga án ákæru.

Sjá næstu 50 fréttir